Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 20
þá marga hverja námskeið í meðferð skurðgrafna. 1 þjónustu sjóðsins voru sérfróðir menn, sem höfðu aðstöðu til að meta hæfni gröfumanna og gefa þeim almenn fyrirmæli. Þótti starf gröfumanna ekki hafa verið svo sjálfstætt, að sýkna bæri Véla- sjóð þess vegna. Var Vélasjóði dæmt að bæta slasaða tjón hans. Telja verður, að málsúrslit hafi oltið á svari við spurningunni um, hvort vinnufélagi slasaða (tjónvaldur) var starfsmaður Vélasjóðs. Af hálfu Vélasjóðs var því haldið fram, að gröfumennirnir tveir hafi verið sjálfstæðir verktakar, sem tekið hafi að sér gröft í ákvæðisvinnu, án þess að fara eftir forsögn verkstjóra Vélasjóðs, er ekki hafi haft að- stöðu til að fylgjast með starfi þeirra. 1 málinu kom ýmislegt fram til stuðnings þessari málsástæðu, t.d. það, að Vélasjóður greiddi þeim ekki laun, ef undan er skilin greiðsla á 3.000 kr. til hvors þeirra „í reikn. Ræktunarsamb. Breiðdals og Beruness,“ eins og það var orðað í greiðslukvittunum. Þrátt fyrir þetta virðast rök dómsins vega þyngra á metaskálunum og má sérstaklega benda á, að eðlilegt var, að Véla- sjóður bæri hallann af þeirri óreglu, sem var á samningsgerð allri varð- andi rekstur skurðgröfunnar. Hrd. 1964, 268. „Geislahitun I.“ Slysabótamál verkamanns gegn „aðalvinnuveitanda“ hans og þriðja aðila. Framkvæmdastjóri Geislahitunar h.f. bað Ó byggingameistara að taka að sér að brjóta niður reykháf. Ó kvaðst ekki geta tekið það að sér, en bauðst til að útvega menn til þess að vinna verkið eftir venjulegan vinnutíma. Ó kvað best, að Geislahitun greiddi mönnunum fyrir verkið og hann hefði ekki önnur afskipti af því en að lána verkfæri. Síðan spurði Ó tvo starfsmenn sína, hvort þeir vildu vinna að niðurbroti reykháfsins í næturvinnu fyrir Geisla- hitun. Voru þeir fúsir til þess. Ó útvegaði þrýstiloftstæki til verks- ins. Þegar verkamennirnir voru byrjaðir á verkinu, hrundi reyk- háfurinn, sem var hlaðinn úr múrsteinum. Féll hann á annan mannanna og slasaðist hann. Verkamennirnir voru báðir taldir hafa sýnt vangæslu, sem leiddi til slyssins. Eftir slysið sagðist hinn slasaði ekki hafa vitað betur en að hann væri að vinna fyrir Ó. Hann lögsótti Ó, og Geislahitun til greiðslu bóta fyrir slysið. 1 dómi segir, að verkamennirnir hafi verið starfsmenn Ó. Hann hafi ráðið þá til verksins, farið með þeim á staðinn og bent þeim á verkefnið. Síðan segir í dóminum: „Gagnáfrýjandi ... mátti því treysta því, að þeir væru að vinna verkið á vegum húsbónda 66

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.