Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Page 47

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Page 47
hverjum einstaklingi. Yrði þá annað sýnið sent til ákvörðunar á alkó- hóli með venjulegum hætti eins fljótt og unnt væri. Hitt sýnið mætti geyma innsiglað í kæliskápi hlutaðeigandi lögregluembættis í a.m.k. mánuð. Mætti þá senda það til rannsóknar, ef hlutaðeigandi einstakling- ur eða lögmaður hans bæru brigður á réttmæti ákvörðunar alkóhóls í fyrra sýni. Ætti hag einstaklingsins þannig að vera betur borgið en nú er og staða lögreglustjóra sömuleiðis traustari en nú er. 1 þessu sam- bandi skal þó enn á það bent, að langæskilégast væri, ef þess er yfir- leitt nokkur kostur, að taka bæði blóðsýni og þvagsýni úr einstakling- um, sem grunaðir eru um brot á umferðarlögum (sbr. Skaftason & Jóhannesson, 1975). Tregða á þessu sviði er þó næsta ótrúleg (Árs- skýrsla, 1978). Að lokum skal á það bent, að natríumflúoríð varnar einnig segamynd- un eða storknun í blóðsýnum. Er mjög mikilsvert, að sýni séu vel segavarin og engu miður en rotvarin. Því er nauðsynlegt að snúa glösunum vendilega, sbr. reglur dómsmálaráðuneytisins, eftir að sýni er komið í þau og þannig, að blóðið blandist vel natríumflúoríði. Helsti galli við notkun natríumflúoríðs í blóðsýnum er sá, að efnið getur truflað ákvörðun nokkurra róandi lyfja og svefnlyfja. Lyfjamælingar eru þó yfirleitt gerðar í serum. Eru blóðsýni því skilin og ségavarnar þannig ekki þörf. HEIMILD ASKRÁ: Ársskýrsla: Ársskýrsla Rannsóknastofu í lyfjafræði árið 1978 (p. 8). Curry, A. S.: Advances in Forensic and Clinical Toxicology. CRC Press, Cleveland, Ohio, 1972 (pp. 27—28). Skaftason, J. & Þ. Jóhannesson: Ákvarðanir á alkóhóli (etanóli) í blóði. Tímarit lögfræðinga 1975, 25, 5—17. Smalldon, K. W.: Ethanol Oxidation by Human Eythrocytes. Nature 1973, 245, 266-267. Frá Rannsóknastofu í lyfjafræði, pósthólf 884, Reykjavík. SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI til leigu að Hafnarstræti 11. Upplýsingar í síma 21750 og 14824. 93

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.