Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Page 7

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Page 7
rniAitii - _ löi.ik i:m\<.\ 1. HEFTI 33. ÁRGANGUR ÁGÚST 1983 VERÐBÓLGA OG LAGAREGLUR Sú mikla verðbólga, sem nú ríkir á islandi og hefur raunar ríkt um nokkurt árabil, hefur mjög veruleg áhrif á fjárhagsmuni manna í landinu. Hugtakið verð- bólga er í sjálfu sér fremur óheppilegt og er til þess fallið að valda misskiln- ingi um eðli málsins, því að raunin er ekki sú, að verð hluta hækki vegna verð- bólgunnar, heldur er það gjaldmiðillinn sem lækkar í verði. Þannig þarf fleiri einingar gjaldmiðilsins (krónur) til að greiða verð hluta nú, heldur en þurfti t.d. fyrir einu ári. Hluturinn er hins vegar, ef ekkert annað kemur til á sama (raun) verði. Yfirgnæfandi meirihluta allra dómsmála fjallar um fjárhagsmuni, sem verða fyrir áhrifum af verðbólgunni. Á þetta einkum við um kröfur manna á hendur öðrum um peningagreiðslur. Er augljóst, að við rýrnun á verðgildi krónunnar, rýrnar krafan að raungildi, þegar hún er mæld í þessum sömu krónum. islenzkir lögfræðingar hafa verið allt of seinir og allt of tregir til að fást við þau vandamál, sem þetta ástand hefur valdið. Þetta á bæði við um lögmenn, dómara og þá lögfræðinga, sem sinna rannsóknum og fræðilegum skrifum um lögfræðileg efni. Stundum virðist manni jafnvel, að lögfræðingum ,,leiðist“ verðbólgan. Hún sé svo flókin og ill viðureignar miðað við ,,hefðbundinn“ hugs- unarhátt lögfræðinga að betra sé að leyfa ranglæti verðbólgunnar að ráða, heldur en að taka á vandamálunum. Þetta eru stór orð, en þau eru því miður of sönn. Tökum dæmi. Vegna verðbólgunnar, hafa vextir á íslandi verið ákveðnir miklu hærri en í öðrum löndum, þar sem verðbólga er minni. Vöxtunum er þannig ætlað að vera í raun verðbætur á kröfur vegna verðrýrnunar gjaldmið- ilsins. Þrátt fyrir þetta hefur meiri hluti Hæstaréttar dæmt íslenzka dráttarvexti á kröfur í erlendri mynt, sem rýrna óverulega í verðbólgu miðað við íslenzka mynt. Hér hafa kröfuhafar fengið ávöxtun, sem ég er sannfærður um að þekkist hvergi í heiminum. Annað dæmi eru þær aðferðir, sem beitt er á íslandi við að reikna út tekju- tap vegna örorku í slysamálum. Við þann útreikning þarf að átta sig á, hvernig unnt sé að ávaxta í framtíðinni þær örorkubætur, sem tjónþolar fá greiddar 1

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.