Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Page 11
Einar Bjarnason gegndi um margra áratuga skeið erfiðum og erilsömum embættum af samviskusemi, alúð og kostgaefni. Ávann hann sér virðingu þeirra mörgu manna, sem hann starfaði með, og svo þeirra, sem sóttu mál til hans. Var við brugðið hlutlægni hans um mat á mönnum og málefnum. Hann bjó yfir fágætri þekkingu á þeim málefnum sem hann fékkst mest við, fjármálum og fjársýslu ríkisins, og og var hann tvímælalaust einn reyndasti og virtasti stjórn- sýslumaður landsins. Hann var um langt skeið í forystu fyrir samstarfi ís- lenskra embættismanna við norræna starfsbræður og leysti þar af hendi mikil- vægt starf. Þótt Einar beitti sér mjög í daglegri önn, var hitt þó enn merkilegra að eftir amstur og vafstur vinnutíma, sem oft reyndist í drýgra lagi, þá settist hann að ættfræðirannsóknum sínum, er einnig tengdust sögu landsins. Er það alkunna, að hann var eins og faðir hans hverjum manni ættfróðari þegar frá unga aldri og ritaði margt gagnmerkt í íslenskri ættfræði og gaf út rit og ritraðir um þau efni. Var hann vandvirkur og gagnrýninn vísindamaður á sviði ættfræði og sagnfræði og var kjörinn félagi í Vísindafélagi íslendinga árið 1959. Einar Bjarnason markaði sér frá öndverðu þá fræðistefnu, að í ættfræði skyldi sitja í fyrirrúmi ströng heimildagagnrýni. Hann var manna glöggskygnastur á það, að ættfærði skyldi ekki stunda eingöngu ættfræðinnar vegna, heldur væri hitt mikilvægt að tengja ættfræði við sagnfræði, mannfræði og lögfræði. Gerði hann sér glögga grein fyrir gildi frumheimilda og hversu vafasöm eftirrit væru og varaði við getgátum, sem eigi höfðu stoð í traustum heimildum. Jafnframt færði hann sér í nyt margvíslegar heimildir, sem hann var fundvís á og notaði af hugkvæmni og fór raunar ekki ávallt troðnar slóðir. Þykir þeim, sem þetta ritar, grein Einars í Skírni 1961, bls. 129-150, um íslenska ættfræði og sýnis- horn af ættarannsóknum eftir fornbréfum, lýsa sérlega vel rannsóknaraðferð- um hans og hugmyndum um stöðu ættfræðinnar. Ritgerð hans í Úifljóti 1971, 4. tbl. er nefnist Erfðamál frá 15. öld veitir innsýn í gildi ættfræði fyrir hinn sögu- lega erfðarétt og raunar gagnkvæmt. Að sínu leyti sýnir svo ritgerð hans um undanþágur frá banni við hjónabandi fjórmenninga að frændsemi eða mægð- um í kaþólskum sið á íslandi, sbr. Sögu, VII, bls. 140-159, hversu mikilvægt er að tengja saman ættfræðikannanir og rannsóknir í sögulegum sifjarétti. Hefði vísast verið að því mikil vísindaleg etfirtekja, ef Einar hefði getað beitt sér að því frekar en auðið varð að virkja ættfræðirannsóknir í þágu réttarsögu. Á þessum rannsóknarsviðum hafði Einar mikinn áhuga, og minnist ég ánægju- legra viðræðna við hann um þau. Eftir Einar Bjarnason liggja mikil ritverk, rit og ritraðir svo og ritgerðir um afmörkuð efni einkum í Skirni, Sögu, Blöndu, Úlfljóti og Tímariti lögfræðinga. Merkust rita hans verða talin LÖGRÉTTUMANNATAL, sem kom út á vegum Sögufélagsins 1952-1955 og íslenskir ættstuðlar l-lll, 1969-1974, hvorttveggja stórvirki. Er framhald síðarnefnda ritsins í handriti, allmikið að vöxtum. Þá er einnig að minnast á útgáfu hans í samvinnu við Benedikt Gíslason á Ættum Austfirðinga eftir séra Einar Jónsson 1.-9. bindi (1953-1968). Hann sá um hrlð um útgáfu á Alþingisbókum íslands (lauk við VIII. bindi og gaf út IX. bindi). Sér- stök ástæða er til að minnast á athugasemdir hans hans við ísl. æviskrár, sem birtust í VI. bindi þess (1976) og athugasemdir við Arnardalsætt, sbr. þriðja bindi þess, 1968. Er rétt að benda á, hve nauðsynlegt það er fyrir rr.enn, er þeir lesa isl. æviskrár að hafa í huga athugasemdirnar í VI. bindi. 5

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.