Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Qupperneq 17

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Qupperneq 17
Þrír aðilar koma aðallega við sögu í LSL, flytjandi, sendandi og viðtakandi (móttakandi). Ekkert þessara hugtaka er skilgreint í lög- unum. Flytjandi myndi venjulega vera talinn sá, sem gerir flutningssamn- inginn við sendanda vöru, nánar tiltekið sá, sem tekur að sér flutn- inginn gagnvart sendanda (gefur flutningsloforð). Flytjandinn flytur ýmist vöruna sjálfur eða semur við annan sjálfstæðan aðila um að framkvæma flutninginn. Ábyrgð flytjanda samkvæmt LSL myndi væntanlega aðeins hvíla á honum sjálfum, en ekki hinum sjálfstæða framkvæmdaaðila, sem flytur vöruna. Um ábyrgð hins síðarnefnda myndi fara eftir almennum bótareglum og eftir atvikum bótareglum umferðarlaga nr. 40/1968. í framkvæmd geta komið upp vafamál um það, hvort viðsemjandi sendanda er sjálfur skuldbundinn gagnvart sendanda eða hvort hann verði aðeins talinn hafa gert samninginn sem staðgöngumaður flytjanda, sbr. til hliðsjónar Hrd. 1975, 385. Þess konar vafamál verður að leysa eftir almennum reglum samningaréttar. Sendandi er sá, sem semur við flytjanda um flutning. Yfirleitt kem- ur berum orðum fram í fylgibréfi hver sendandi er, sbr. 1. tl. 1. mgr. 6. gr. LSL. Geri annar maður samninginn í nafni sendanda, verður sá fyrrnefndi ekki skuldbundinn gagnvart flytjanda. Sé nafn sendanda hins vegar ekki skráð í fylgibréf, heldur nafn staðgöngumanns hans, verður að telja að staðgöngumaðurinn sé aðili flutningssamningsins. Ef enginn sendandi er greindur í fylgibréfi, verður að skera úr því eftir almennum réttarreglum hvern telja skuli sendanda. Viðtakandi (móttakandi) er sá, sem greindur er í fylgibréfi sem slíkur, sbr. 2. tl. 1. mgr. 6. gr. LSL. Sé enginn viðtakandi greindur í fylgibréfi eða hafi það ekki verið gefið út, er viðtakandi sá, er getur sannað rétt sinn sem viðtakandi. Sami maður getur bæði verið send- andi og viðtakandi. 3. GILDISSVIÐ LAGANNA O.FL. Lögin taka ekki til fólksflutninga. Eftir 1. gr. LSL gilda þau um „vöruflutninga á landi með bifreiðum, enda annist vöruflytjandi að jafnaði flutning fyrir fleiri en einn aðila í sömu ferð og gegn gjaldi“. Ekki kemur fram í lögunum, hvort þau taka bæði til samninga um innanlandsflutning og flutning fafms, sem sendur er til eða frá Is- landi með bifreiðum, er fluttar eru sjóleiðis landa á milli. Hins vegar segir í almennum athugasemdum í grg. með frv. til laganna, að þeim 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.