Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Qupperneq 22

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Qupperneq 22
1 skuld stendur samkvæmt fylgibréfi og framvísa frumriti sé þess krafist af sendanda“, 1. og 2. mgr. 12. gr. í 3. mgr. 12. gr. segir, að verði ágreiningur um upphæðina, sé flytjanda ekki skylt að afhenda vöruna nema gegn tryggingu. Hér má einnig nefna 25. gr. LSL en í henni eru ákvæði um skyldur viðtakanda til að greiða flutnings- gjald o.fl. Fylgibréf er sönnunargagn um það hver sé viðtakandi. Hins vegar er aðalreglan sú skv. 12. gr. LSL, að réttur viðtakanda til vörunnar er ekki háður handhöfn fylgibréfs. Sá, sem greindur er í fylgibréfinu sem móttakandi, sbr. 2. tl. 1. mgr. 6. gr. LSL, á sjálfstæðan rétt til þess að fá vöruna afhenta, þegar hún er komin á ákvörðunarstað, þótt hann geti ekki framvísað neinu eintaki fylgibréfs. Hér kemur fram grundvallarmunur á eðli fylgibréfs skv. LSL og flugfarmbréfs skv. 109. gr. loftfl. annars vegar og farmskírteinis skv. sigll. hins vegar. Farmskírteini eru viðskiptabréf. I því felst m.a., að farmskírteini er skilríki fyrir rétti handhafans til þess að krefjast afhendingar farms, sbr. einkum 137. gr. sigll. Þótt aðalreglan sé eftir framansögðu sú, að viðtakandi geti krafist afhendingar vöru, án þess að hafa fylgibréf í höndum, geta ákvæði 2. mgr. 12. gr. LSL leitt til þess, að handhöfn fylgibréfs sé skilyrði réttar til heimtu vöru úr hendi flytjanda. Viðtakanda er skylt skv. 2. mgr. 12. gr. að framvísa frumriti fylgibréfs, ef sendandi krefst þess. Ákvæði þetta, sem ekki á sér hliðstæðu í skandinavísku lögunum, mun vera sett til þess að sendandi (seljandi) vöru geti með auðveldum hætti tryggt, að viðtakandi fái ekki vöruna í hendur, án þess að greiða kaupverð hennar. 1 13.-14. gr. eru ákvæði um hvernig fara skuli, ef flytjandi getur ekki fullnægt skilmálum fylgibréfs og um það er vandkvæði eru á af- hendingu vöru á ákvörðunarstað. Fyrirmæli eru í 15. gr. um fjárhæð flutningsgjalds, þegar ekki hef- ur verið um það samið eða er flutt hefur verið meira vörumagn en í fylgibréfi getur. III. kafli LSL (16.-20. gr.) fjallar um ábyrgð flytjanda. Reglur um bótagrundvöllinn eru í 16. og 17. gr. Um bæturnar sjálfar eru ákvæði í 18. gr. Ábyrgð sú, sem flytjandi ber eftir 16., sbr. 17. gr. er þó tak- mörkuð samkvæmt 19. gr. I 20. gr. laganna er sérstök regla um undan- tekningu frá reglum þeim, sem gilda um takmarkaða ábyrgð eftir 19. gr. í 6. kafla hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir efni III. kafla LSL. 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.