Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Page 29

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Page 29
á farmbréfseyðublað hans sjálfs. Samkvæmt þessu og þar sem flytjandi hafði sérstaka ástæðu til að ætla, að sendandi vildi ekki hlíta fyrirvaranum, var ekki talið að fyrirvarinn hafi gilt. Þótt gildur samningur hafi stofnast og telja megi, að gagnaðili flytj- anda hafi samþykkt fyrirvara um skerta ábyrgð, má vera, að fyrir- varinn skuldbindi ekki farmeiganda. Sú yrði raunin, ef fyrirvarinn er andstæður ófrávíkjanlegu ákvæði settra laga. Til dæmis eru í siglinga- lögum og loftferðalögum ákvæði, sem takmarka heimild flytjanda til að setja skildaga um bótaskyldu vegna tjóns á farmi, sjá m.a. 103. gr. sigll. og 119. gr. loftfl. Það er og almennt talið, að samkvæmt eðli máls verði einnig að setja samningafrelsinu í þessu efni einhverjar skorður á sviðum, þar sem ekki er fyrir að fara ófrávíkjanlegum lága- ákvæðum, er takmarka heimild til fyrirvara um bótaábyrgð. Um alllangt árabil hafa íslenskar flutningamiðstöðvar undanþegið sig bótaábyrgð í ríkum mæli með fyrirvara í prentuðum fylgibréfs- eyðublöðum, sem notuð eru fyrir flutninga á varningi með bifreiðum. Dæmi um víðtækan fyrirvara af þessu tagi er að finna í Hrd. 1981, 35. Er fyrirvarinn svohljóðandi: „Við viljum vekja sérstaka athygli á því, að við berum ekki ábyrgð á vörum, sem liggja í vörugeymslum okkar eða eru í flutningum á okkar vegum. Eru þær að öllu leyti á ábyrgð eigenda og/eða sendanda, og getum við því ekki bætt tjón á þeim, ef þær skemmast eða glatast. Við viljum því benda sendanda á að vátryggja vöruna“. Ýmsir hafa dregið í efa gildi svo víðtækra fyrir- vara og hefur það oft leitt til ágreinings. Eigi liggur þó fyrir neinn hæstaréttardómur, þar sem berum orðum er tekin afstaða til þess, hvort þess konar fyrirvara verði vikið til hliðar á grundvelli ólög- festra reglna um takmörkun á heimild manna til að semja sig undan skaðabótaskyldu. Um þetta efni má þó styðjast við Hrd. 1969, 820 (,,Borgarskálabruni“), sem að vísu fjaUar um ábyrgð skipafélags. Skipafélagið var sýknað af bótakröfu eiganda vörusendinga, sem eyði- lögðust er vörugeymsla félagsins brann. Segir í dómi, að eigi séu upp komin slík mistök af hálfu félagsins, sem berum orðum hafi undan- þegið sig ábyrgð á bruna, að því verði dæmt áfall í málinu. Sjá enn- fremur Hrd. 1961, 720, sem einnig varðar flutning með skipi. I dómi þessum segir, að svo áberandi sé bent á í fylgibréfinu, að flytjandi undanskilji sig tjóni, sem unnt sé að vátryggja sig fyrir með venju- legri sjóvátryggingu, að eigandi farms, sem reki umfangsmikil við- skipti, sé bundinn við þann fyrirvara, sem ekki verði talinn óeðlilegur. 1 þessum dómum er haldið opinni leið til að dæma fyrirvara ógildan, 23

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.