Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 30
ef hann telst „óeðlilegur“ eða tjón verður rakið til mikillar sakar. Er og almennt álitið af fræðimönnum, að flytjandi myndi t.d. ekki geta borið fyrir sig fyrirvara um undanþágu frá bótaskyldu vegna tjóns, sem hann sjálfur hefði valdið af ásettu ráði. Sumir telja jafnvel, að tjónvaldur geti ekki borið fyrir sig samningsbundna undanþágu, ef tjónið verður rakið til stórfellds gáleysis hans.10 Annars er óvíst í hve ríkum mæli íslenskir dómstólar telji sér heimilt, án beinna fyrir- mæla í settum rétti, að víkja til hliðar umsömdum fyrirvara um undan- þágu frá bótaábyrgð. Eins og fyrr segir (sjá 4. kafla) eru engin ákvæði í LSL þess efnis, að reglur 16. og 17. gr. laganna (eða aðrar reglur þeirra) séu ófrá- víkjanlegar. Má þess vegna telja, að aðilar samnings um vöruflutning með bifreið geti, eins og áður, samið sérstaklega um bótaskyldu. Myndi flytjandi samkvæmt því geta undanþegið sig hinni víðtæku ábyrgð, sem hann ber eftir greindum lagaákvæðum. Hins vegar er, enn sem fyrr, óvíst hve langt flytjandi má ganga í þessu efni, þótt vissulega megi hafa nokkurn stuðning af sumum dómum, er fallið hafa um ábyrgð þeirra, sem flytja farm með skipi, einkum Hrd. 1969, 820 og Hrd. 1961, 720. 6.3. Ábyrgð vegna dráttar Samkvæmt 2. málsl. 16. gr. ber flytjandi ábyrgð á tjóni af völdum „óeðlilegs dráttar" á að flytja móttekna vöru til ákvörðunarstaðar. Nánari ákvæði um drátt eru engin, sbr. hins vegar 27. gr. dönsku, norsku og sænsku laganna. Verður því að leysa vafaatriði eftir almenn- um reglum fjármunaréttar. Ef samið hefur verið um ákveðinn afhendingartíma, er venjulega ljóst, hvort dráttur af hálfu flytjanda er óeðlilegur. 1 flutningssamn- ingum hér á landi mun þó sjaldnast vera kveðið á um tiltekinn tíma. Verður þá að meta með hliðsjón af atvikum, hver sé eðlilegur flutnings- tími hjá gegnum og varkárum flytjanda. 6.4. Ákvörðun bótafjárhæðar 1 18. gr. eru reglur um hvernig ákveða skuli fjárhæð tjónbóta fyrir „skemmda eða glataða“ vöru. Telja verður vafalaust, að hér sé einnig átt við vöru, sem eyðilagst hefur með öllu. Samkvæmt 18. gr. skal miða við verð, sem varan hafði ósködduð við afhendingu til flytjanda. Hér yrði að jafnaði að miða við markaðsverð. Er þetta í samræmi við 10 Sjá J. Giinther Petersen. Ansvarsfraskrivelse. Khöfn 1957, 45-9. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.