Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Qupperneq 36

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Qupperneq 36
stök lagarök standa til þess. Ekki verður þó fullyrt um skilyrði þess að ábyrgðarleysisfyrirvari verði metinn ógildur, þegar settum lagaregl- um er ekki til að dreifa. Sökum þess, að ákvæði LSL um ábyrgð flytj- anda eru ekki lýst ófrávíkjanleg, er enn óvíst hve langt flytjandi farms með bifreið megi ganga í þessu efni (6.2.). I 16. gr. LSL segir, að flytjandi beri ábyrgð á tjóni af völdum „óeðli- legs dráttar" á að flytja vöru til ákvörðunarstaðar. Eigi er skilgreint hver dráttur teljist óeðlilegur. Um það fer því eftir almennum regl- um fjármunaréttar og verður m.a. að líta til þess hvað telja megi eðlilegan flutningstíma hjá gegnum og varkárum flytjanda (6.3.). Um ákvörðun fjárhæðar bóta úr hendi flytjanda fyrir vöru, sem skemmist eða fer forgörðum, fer eftir því, sem segir í 18. gr. LSL. Miða skal við verð óskaddaðrar vöru á þeim tíma, er hún var afhent flytjanda, að viðbættu flutningsgjaldi og öðrum kostnaði vegna flutn- ings hennar (6.4.). Ábyrgð flytjanda samkvæmt LSL takmarkast af ákveðinni fjárhæð fyrir hvert kg brúttó í vörusendingu. Þegar lögin voru sett, nam fjár- hæð þessi kr. 150, en fjárhæðin er háð breytingum á vísitölu. Tak- mörkunin gildir þó ekki um tjón, er rakið verður til ásetnings eða stórfellds gáleysis flytjanda eða manna, sem hann ber ábyrgð á. Regl- ur um að ábyrgð flytjanda takmarkist af nánar tilteknum fjárhæðum gilda og á öðrum sviðum flutningaréttar. 1 LSL eru ekki fyrirmæli, sem banna aðilum flutningssamnings að víkja frá reglunum um tak- mörkun ábyrgðar. Þessu er nokkuð á annan veg farið í flugrétti og sjórétti (6.5.). Hafi vörusendandi í fylgibréfi greint hærra verð vöru en getur í 19. gr. laganna og greitt flutningsgjald í samræmi við það, skal hið tilgreinda verð gilda við ákvörðun bótafjárhæðar, sbr. 20. gr. LSL. Þessi regla 20. gr. breytir á engan hátt almennum reglum um sönnun fyrir því hvers virði varningurinn var fyrir tjónsatburðinn (6.6.). Eigi eru í LSL aðrar reglur um bótaskyldu flytjanda en þær, sem áður greinir. Ljóst er þó, að flytjandi getur orðið bótaskyldur eftir almennum reglum kröfuréttar vegna ýmiss konar vanefnda flutnings- samnings, svo sem vegna þess að hann afhendir vöruna öðrum en rétt- um viðtakanda eða afhendir hana án þess að krefjast greiðslu á kröf- um, sem honum kann að vera skylt að innheimta. Réttarreglur um flutning farms með bifreið leiða hins vegar ekki til sérstakrar ábyrgð- ar flytjanda vegna lýsingar vöru í flutningsskjali eins og ákvæði sigl- ingalaga um svokallaða farmskírteinisábyrgð (6.7. og 6.8.). 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.