Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Side 43
Austfjarða. Þar var landtaka víða góð í fjörðum og víkum og lands- kostir með ágætum á mörgum stöðum. Island var talið, að sögn spakra manna, albyggt á 60 árum (1,5). Miðað við landnám Ingólfs Arnarsonar 874 var landið albyggt laust eft- ir 930. Austfirðingafjórðungur hefur þá að líkindum verið albyggður um eða fyrir 920. Þar sem land var albyggt urðu samskipti manna meiri en á þeim stöð- um, sem þá voru strjálbýlli og landrými meira. I albyggðum landshlut- um mátti vænta ýmislégra ágreiningsefna fremur en á stöðum, sem ekki voru eins þétt setnir. Þörf á lögum og reglum varð því líklega fyrr brýn þar eystra en annarsstaðar. E. A. segir m.a.: „Meðan strjálbýli var sem mest og fámenni, hafa menn sjálfsagt fundið minna til, þó að alls- herjarríki væri ekki á komið eða samþykkt lög að fara eftir. Meðan landrými var nóg og mannfæð, gat hver setið að sínu og þurfti ekki að veita ágang þeim, er næstir voru. Við bættist það, að önnur störf kölluðu enn meir að hjá landnámsmönnum í fyrstu en ríkisskipun og lagasetning. Fyrstu verkefni þeirra voru að sjá sér og skylduliði sínu fyrir fyrstu og helstu lífsnauðsynjum: skýli og fæði. Til húsagerðar hlýtur að hafa farið nokkur tími og mikið starf. Þegar byggðin tók að þéttast og menn höfðu tryggt sér allra helstu nauðsynjarnar, þá var þess fyrst væntandi, að hinir vitrari menn tæki að hyggja á það, að koma lögbundnu skipulagi á sambúð landsmanna. Þeir hafa séð það, að svo búið mátti ekki standa. . . . “ (Skírnir 1929, 160). Þegar Úlfljótur kom til landsins var liðið á seinni hluta landnáms- tímans, sbr. II. Þá var margt manna, fætt hér á landi, sem bjó í land- inu, einkum í þeim landshlutum, sem fyrst byggðust. Nýjar kynslóðir höfðu tekið við af landnámsmönnum þeim, sem komu til landsins á fyrstu áratugum landnámsins. Þó ekki sé gert ráð fyrir róttækum breyt- ingum í þjóðlífi þeirra tíma, má einlægt gera ráð fyrir breyttum við- horfum nýrra kynslóða ekki síst þegar búsetuskilyrði eru með öðrum og ólíkum hætti hjá eldri kynslóðum en þeim yngri. Á meðan engin heild- arlög eða réttarvenjur giltu í landinu, kunna kynslóðaskiptin í landinu að hafa aukið á óvissu manna um lög og rétt, einkum þar sem landið var fyrst albyggt eins og var í Austfjörðum. Skilningur mann á nauðsyn heildarlaga fyrir landið hefur því e.t.v. verið meiri þar en annarsstaðar þar sem enn var strjálbýlla. Fyrsta tilraun Noregskonunga til þess að ná íslandi undir sig var þegar Haraldur hárfagri sendi Una Svavarsson til Islands til þess að leggja landið undir sig og hét honum að gera hann að jarli yfir landinu. 37

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.