Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Qupperneq 51

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Qupperneq 51
Ávíð 02 dreif MÁLÞING DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS 5. JÚNÍ1982 Árlegt málþing Dómarafélags islands var haldið fyrsta laugardag í júní 1982 í Hótel Borgarnesi. Fjallað var um lögin um meðferð opinberra mála með til- liti til tímabærra breytinga á þeim. Formaður félagsins dr. Ármann Snævarr hæstaréttardómari setti ráðstefnuna kl. 10:30 og fól síðan judex loci, Rúnari Guðjónssyni sýslumanni, stjórnina. Fyrstur frummælenda var Halldór Þorbjörnsson þáverandi yfirsakadómari. Greindi hann frá starfi þeirra Jónatans Þórmundssonar prófessors við endur- skoðun laganna um meðferð opinberra mála, en verk þeirra beinist að því að semja nýtt lagafrumvarp á þessu réttarfarssviði. Sagði harin liggja fyrir drög að frumvarpi frá þeirra hendi og væri það í 22 köflum. Fór hann yfir hvern kafla fyrir sig og skýrði jafnóðum frá hugmyndum þeirra Jónatans um breytingar og nýmæli. Það helsta sem Halldór nefndi var afnám sakadóms í fíkniefnamálum svo og siglingadóms, hljóðritun í þinghöldum sem meginreglu, ákæruvald til lögreglustjóra i minni háttar málum út af brotum á umferðarlögum og lögreglu- samþykkt, nokkrar breytingar á ákvæðunum um gæsluvarðhald svo og ýmis athyglisverð nýmæli í kaflanum um málsmeðferð í héraði. Þá tók til máls Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri og vék að ákvæðunum um rannsókn opinberra mála. Nefndi hann nokkur atriði í op. lög- unum, sem hann taldi rétt að hugleiða með breyíingar fyrir augum í Ijósi reynslu RLR s.l. fimm ár. Það helsta sem Hallvarður fjallaði um var um tengsl ákæru- valdsins og rannsóknarvalds, um lögreglumenn og upphaf rannsóknar sbr. V. kafla op.l. einkum 32. og 40. gr., ýmis ákvæði i VI.-IX. kafla, og þar á meðal nokkur „stórmæli“ sem hann kallaði svo, og ákvæðin í XXI. kafla um kæru til æðra dóms. Taldi hann rétt að rannsóknarvaldinu yrði játað sjálfstæðri kæru- heimild. Næstur frummælenda var Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari og ræddi um ákvæði laganna um ákæruvaldið og hugmyndir um breytingar. Bragi taldi op. lögin óvenju vel úr garði gerð, enda væri reynslan af þeim framúrskarandi. Væri því rétt að fara að með fyllstu gát varðandi breytingar og gera þær með sama víðsýnishugarfarinu og upphaflegir höfundar hefðu haft til að bera. Hann lagði ríka áherslu á, að hin munnlega málsmeðferð, sem lögtekin hefði verið fyrir rúmum 30 árum, yrði nú tekin upp í reynd og sækjandi og verjandi hefðu allt frumkvæði í málsmeðferðinni s.s. gerendurnir, en ekki nær eingöngu þolendur eins og nú væri. Þeir ættu að spyrja vitni og sökunaut, en ekki dóm- 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.