Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Page 53

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Page 53
ábótavant bæði hvað snerti húsnæði og tækjabúnað. Benti hann m.a. á, að hús- næði Hæstaréttar væri allsendis ófullnægjandi. Brýna nauðsyn bæri til að reisa dómhús í Reykjavík, en það væri margra ára gamalt baráttumál dómara- samtakanna. Tilkoma slíks húss kynni að leiða af sér sameiningu dómaraem- bættanna í Reykjavík. Skapaðist þá betri grundvöllur til meiri sveigjanleika í starfi og starfsreynslu dómara og dómarafulltrúa. Að lokinni setningarræðunni tóku gestir til máls. Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra flutti ávarp. Hann gat þeirra lagafrum- varpa sem þegar hefðu verið lögð fram á Alþingi eða væru í undirbúningi á vegum dómsmálaráðuneytisins. Hann sagði að unnið væri að útgáfu nýs laga- safns og væri stefnt að því að það kæmi út fyrri hluta ársins 1983. Friðjón vék þá að umferðarmálum og sagði að árið 1983 yrði helgað umferðaröryggi á Norð- urlöndum. Hvatti hann til umnugsunar í þessu efni. Hann kvað áfram unnið að endurbótum í réttarfari og dómsmálum einkum að því er varðaði hraðari með- ferð mála. Sagði hann, að leitað yrði upplýsinga um stöðu dómsmála hjá öll- um dómstólaembættum landsins miðað við lok ársins 1982. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra tók næst til máls og ræddi aðallega tækja- búnað embættanna og tölvuvæðingu þeirra, sem fyrst og fremst tengdist inn- heimtu opinberra gjalda og bókhaldi, en að nokkru þjónaði t.d. þinglýsingar- starfseminni. Kvað hann þróunina á þessu sviði stefna í ákveðna átt. Myndu öll embætti tengjast í tölvuneti með gagna- og upplýsingaflæði þeirra á milli. Formaður Lögmannafélags islands Jóhann H. Níelsson hæstaréttarlögmað- ur flutti kveðju félags síns og þakkaði hið góða samstarf sem væri með félög- unum. Minntist hann á sameiginlega fundi og málþing og kvað stjórn LMFÍ eindregið hlynnta áframhaldandi samstarfi. Poul Hoeg hæstaréttardómari frá Danmörku var sérstakur gestur á fundinum. Flutti hann kveðjur frá danska dómarafélaginu og lýsti ánægju sinni yfir góð- um samskiptum og samvinnu norrænna dómara á undanförnum árum. Að loknu stuttu hléi flutti Þórður Björnsson ríkissaksóknari erindi, sem hann nefndi: Nokkrar ábendingar í sambandi við rekstur opinberra mála. Hann lagði áherslu á að þau mál, sem send væru embætti ríkissaksóknara, hefðu með sér allar grundvallarupplýsingar m.ö.o. hefðu sætt nokkurri rannsókn. Þá vék hann að málaflokknum ölvun við akstur, sérstaklega þeim tilvikum, er hinn grunaði er ekki tekinn undir stýri, heldur eftir að akstri lýkur. Hvatti hann til vandaðra vinnubragða og ítarlegrar rannsknar, er svo væri atvikum háttað. Ríkissaksóknari vék að því sem hann taldi mjög þýðingarmikið, að dómari rannsakaði sjálfstætt, hvort kæra ætti við rök að styðjast og yfirheyrði sak- borning sérstaklega eins og skylt væri samkvæmt réttarfarslögum. Taldi hann æskilegt, að fram færi rannsókn fyrir dómi, áður en ákæra væri gefin út. Þá fjallaði Þórður um fébótakröfur í opinberum málum, og taldi hann að þeim þyrfti að gefa betri gaum en nú væri gert. Taka þyrfti meira tillit til þeirra sem yrðu fyrir tjóni af völdum brotamanna og leggja bæri áherslu á, að bótakröfur fengjust greiddar. Að loknu erindi Þórðar hófust almennar umræður. Eftir hádegisverðarhlé flutti dr. Ármann Snævarr erindi um breytingar á hinum almennu hegingarlögum hér á landi síðustu árin í Ijósi refsiviðhorfa nú- tímans. Erindi Ármanns var mjög fróðlegt og ítarlegt, en hann rakti söguna að þessu leyti allt frá setningu laganna árið 1940 og lýsti störfum hegningarlaga- 47

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.