Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Side 3

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Side 3
rniAim — - IXK.I H ITMM.A 4. HEFTI 34. ÁRGANGUR DESEMBER 1984 FÓRNARLÖMBIN HAFA GLEYMST [ þessu hefti Tímarits lögfræðinga birtist ritgerð um réttarstöðu sakborn- ings við frumrannsókn máls hjá lögreglu og við dómsmeðferð. Þar kemur fram, að margt er enn óljóst í gildandi réttarreglum og ýmsu ábótavant að þvf er varðar réttaröryggi sakborninga. Óhætt er þó að segja, að málefni sökunauta í opinberum málum hafi um alllangt skeið notið mikillar athygli og velvilja löggjafans og stjórnvalda. Á síðustu þremur áratugum hafa smám saman verið mótaðar tiltölulega fullkomnar reglur um réttarvernd sakaðra manna. Hefur talsvert verið ritað um efnið bæði hér á landi og hjá nágrönn- um okkar á Norðurlöndum. Hið sama verður ekki sagt um fórnarlömb sakborninganna. Réttarstaða þeirra er hreint aukaatriði í opinberum málum. Þeir eiga enga aðild að refsi- málum yfirleitt nema í þeim fáu tilvikum, þegar lög heimila einkarefsimál eða áskilja kröfu þess, sem misgert er við, svo að opinbert mál verði höfðað. Kærandi f opinberu máli, sem brot hefur bitnað á, getur ekki sjálfur gert reka að refsimáli, þótt ákæruvaldið felli mál hans niður. Frávik þekkjast (meið- yrði í garð opinbers starfsmanns, höfundarréttarbrot). Brotaþoli nýtur þess réttarfarshagræðis samkvæmt lögum um meðferð opin- berra mála að geta komið að skaðabótakröfu eða öðrum einkaréttarkröfum í opinberu máli. Þessi réttur er þó takmörkunum háður, einkum að því leyti að slík kröfugerð má ekki verða til verulegra tafa eða óhagræðis við með- ferð sakamálsins. Kröfuhafi verður sjálfur að bera kostnað af lögfræðilegri aðstoð. Innheimtulaun eru ekki dæmd, þegar fjárkrafa er höfð uppi og dæmd í opinberu máli, sbr. þó frávik í Hrd. Lll, bls. 581. Jafnvel þótt fjárkrafa sé tekin til greina í dómi að nokkru eða öllu leyti, er engin trygging fyrir því, að hin dæmda fjárhæð fáist greidd. Slík krafa er al- menn krafa, sem fæst ekki greidd úr búi dómþola fyrr en allar forgangskröfur eru greiddar. Vinnulaun fanga má einungis taka til greiðslu á skaðabótum eða öðrum útgjöldum, sem hann hefur orðið ábyrgur fyrir, meðan á fanga- vist hans stóð. Engar aðrar leiðir eru til að fá tjón bætt nema þá samkvæmt almennum reglum um örorkulífeyri eða slysatryggingabætur úr almannatrygg- ingum, úr lífeyrissjóðum, úr frjálsum eða samningsbundnum slysatryggingum, 177

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.