Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Qupperneq 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Qupperneq 4
enda séu uppfyllt bótaskilyrði, sem um þessi tryggingaúrræði gilda. Er auð- vitað upp og ofan, hvort svo er og hvort bætur eru greiddar að fullu. Sama máli gegnir um vátryggingar, sem menn geta keypt sér á munum, svo sem þjófnaðartrygging, þar sem innbrot er oftast tilskilið. Venjulegt einkamál er sjaldan fýsilegur kostur fyrir brotaþola til þess að ná rétti sínum. Áður en lengra er haldið, er rétt að drepa stuttlega á hugtakanotkun. Hér að framan voru notuð hugtökin fórnarlamb, brotaþoli og sá sem misgert er við. Hið siðasttalda er algengast í lagatextum. Hugtakið fórnarlamb er frem- ur óljóst og óheppilegt fyrir þá sök, hversu ávirkt og sefjandi það er. Það er tæpast nægilega víðtækt og hlutlaust, þegar um minni háttar brot er að ræða, ýmis brot sem ekkert tjón hefur af hlotist eða brot þar sem erfitt er að greina á milli þátttakanda og þolanda brots. Hugtakið fórnarlamb er frem- ur notað um einstaklinga en lögaðila. Fórnarlamb gefur um of í skyn þá hug- mynd, að sá, sem brot bitnar á, sé alsaklaus og hafi ekki gefið neitt tilefni til verknaðarins. Auk þess tekur hugtakið til margra annarra en þeirra, sem afbrot bitna á, t.d. fórnarlamba náttúruhamfara. Yfirleitt er heppilegra að not- ast við hugtakið brotaþoli. Það er þó ekki einhlítt heldur. Afbrot er afstætt hugtak. Maður getur þannig talist brotaþoli í einu landi, þótt hann sé það ekki í öðru. Það er stundum álitamál, hvort brotaþolar teljist einungis þeir, sem afbrot bitna beinlínis á, eða hvort til þeirra teljist einnig þeir, sem óbeint skaðast. Þá veldur það erfiðleikum við umfjöllun um brotaþola, að því fer fjarri, að hann sé slík andstæða brotamannsins eins og oft er látið I veðri vaka. Rannsóknir sýna, að það er mjög algengt, að brotaþolar eigi einhvern þátt í því, að brot er framið, t.d. með framkomu sinni við hinn brotlega, með ölvun eða öðru vímuástandi eða þátttöku í ólöglegum viðskiptum. Þátttaka sú, er síðast var getið, er stundum þess eðlis, að t.d. kaupandi telst hvorki brotaþoli né brotamaður (kaup áfengis, sem selt er ólöglega) eða slík við- skipti eru refsiverð einnig fyrir kaupanda (kaup fíkniefna). Réttarstaða brotaþola virðist ekki hafa fundið mikinn hljómgrunn hér á landi, ef marka má gildandi réttarreglur og þær litlu umræður og skrif, sem átt hafa sér stað. Helsta undantekningin eru þær opinberu umræður, sem urðu um nauðgunarmál vorið 1984, og þær ráðstafanir, sem sigldu í kjölfarið. Annars staðar í Evrópu hófust þessar umræður miklu fyrr, en þó ekki að neinu gagni fyrr en eftir miðjan áttunda áratuginn. Síðan hafa þessi mál verið tekin til athugunar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins og í flestum löndum Evrópu og Norður-Ameríku. Á árunum 1971-1978 voru sett lög eða önnur fyrirmæli á öllum hinum Norðurlöndunum um bótagreiðslur ríkisins til þeirra, sem verða fyrir llkamstjóni af völdum afbrota og ekki fá bætur með öðrum hætti. Reglur þessar taka auk þess til eignatjóns að tak- mörkuðu leyti. Réttarfarsstaða brotaþola hefur víða verið styrkt, t.d. með auk- inni íhlutun í meðferð ákæruvalds, með því að lögfesta almennan saksóknar- rétt brotaþola til vara, en þó einkum með því að treysta rétt brotaþola við meðferð bótaþáttarins í sakamálum. Á sérfræðingaráðstefnu Evrópuráðsins í Strasbourg í nóvemberlok 1984 var m.a. fjallað um réttarvernd brotaþola. í niðurstöðum ráðstefnunnar var lögð áhersla á eftirtalin atriði: a) Æskilegt er, að brotaþoli þurfi ekki sjálfur að heimta bætur fyrir tjón sitt, hvort sem er í sjálfstæðu einkamáli fyrir dómstólum eða samkvæmt sér- 178

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.