Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Page 9
JÓN S. ÓLAFSSON
Jón Sigurður Ólafsson, lögfræðingur og skrif-
stofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, andaðist í
Reykjavík 5. ágúst 1984. Andlát hans bar brátt
að og óvænt, enda þótt þeim sem best þekktu
til væri Ijóst, að hann hafði ekki upp á síð-
kastiö gengið alls kostar heill til skógar.
Jón fæddist 7. október 1919 á Valshamri í
Geiradal. Foreldrar hans voru Ólafur E. Þórðar-
son, bóndi þar en síðar í Króksfjarðarnesi, og
eiginkona hans Bjarney Ólafsdóttir.
Eftir að hafa notið venjulegrar barnafræðslu
í heimasveit sinni hélt Jón til Reykjavíkur og
innritaðist í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga
haustið 1934 og var í þeim skóla í 3 vetur.
Haustið 1937 settist hann í 4. bekk Mennta-
skólans í Reykjavlk og lauk þaðan stúdents-
prófi vorið 1940. Þá lá leiðin í lagadeild Háskóla íslands og þaðan lauk hann
kandídatsprófi vorið 1946.
Jón starfaði í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu frá byrjun júlí til 1. nóvember
1946, en gerðist síðan fulltrúi hjá sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu, sem jafnframt var bæjarfógeti í Hafnarfirði. Hann varð fulltrúi f félags-
málaráðuneytinu í febrúar 1947, var skipaður deildarstjóri þar í janúar 1970
og skrifstofustjóri ráðuneytisins I júll 1973 og gegndi því embætti til æviloka.
Leiðir okkar Jóns lágu ekki saman, hvorki í Menntaskólanum f Reykjavík
né lagadeild Háskóla íslands. Það var ekki fyrr en í apríl 1948, er ég réðist
sem fulltrúi í félagsmálaráðuneytið, að fundum okkar bar fyrst saman. En
síðan, eða ( rúm 36 ár, vorum við nánir samstarfsmenn og vinir og minnist
ég þess ekki, að okkur hafi nokkurn tímann orðið sundurorða, enda þótt oft
værum við ekki sammála eins og gengur. Jón gegndi öllum störfum sfnum
í ráðuneytinu af einstakri samviskusemi, enda voru reglusemi og vandvirkni
í starfi honum meðfædd. Hann var ekki mikill félagshyggjumaður í venju-
legri merkingu þess orðs. Þó var hann félagi f Frímúrarareglunni um langt
árabil. En Jón var annað, sem áreiðanlega skipti miklu meira máli. Hann var
einstakur fjölskyldufaðir, og raunar miklu meira, því að hann var einnig ein-
stakur vinur og félagi barna sinna.
Jón unni móður jörð og í faðmi hennar, sölum fjalla og í óbyggðum kunni
hann best við sig. Hann var mikill útilífsmaður. Hann byggði sumarbústað
fyrir um tuttugu árum við Þingvallavatn og þar undi hann og fjölskylda hans
sér vel. Þegar Jón stóð í því að byggja sumarbústað sinn, kom vel f Ijós,
að hann var frábær smiður, hagsýnn og úrræðagóður. Hann vann mikið sjálf-
ur að smíði þessa sumarhúss síns og bar þar allt vott um snyrtimennsku hans
og smekkvísi.
Þau munu ekki mörg fjöllin í nágrenni Þingvalla sem Jón hafði ekki gengið
á, og það oftar en einu sinni, og var þá oftast lagt af stað löngu fyrir venju-
183