Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Page 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Page 10
leg rismál. Það er ekki lengra síðan en í fyrrasumar, að Jón gekk aleinn í kringum allt Þingvallavatn. Jón var meðalmaður á hæð, þrekinn, dökkur yfirlitum og fríður sýnum. Hann var maður dulur og flíkaði ekki tilfinningum sfnum. Jóni var margt til lista lagt. Hann var ágætur námsmaður, bókamaður og málvöndunarmaður mikill, þegar móðurmálið átti í hlut. Tryggð hans við æskusveit sína og gamla sveitunga var næsta óvenjuleg, en út I þá sálma verður ekki farið hér. Á skólaárum sínum vann hann í vegavinnu og við vörubifreiðaakstur ( Barðastrandarsýslu og Dalasýslu. Menntaskólaár sín og háskólaár bjó hann öll hjá Ólafi Lárussyni, laga- prófessor, og konu hans, Sigríði, sem var frænka Jóns. Og má í rauninni segja að Jón hafi verið fóstursonur þeirra. Vistin á því menningar- og reglu- heimili var Jóni dýrmæt og ríkti gagnkvæmur kærleikur og ástúð með þeim þremur alla tíð. Jón var maður dagfarsprúður, óhnýsinn um annarra hag, en hjálpsamur og tryggur. Sannur vinur vina sinna. Hinn 27. maí 1949 kvæntist Jón Guðriði Ernu Óskarsdóttur, útgerðarmanns í Reykjavík Halldórssonar og fyrri konu hans, Guðrúnar Ólafsdóttur. Hún lifir mann sinn. Erna bjó manni sínum fagurt og rólegt heimili, sem hann kunni vel að meta, svo heimakær maður sem hann var að eðlisfari. Þau Jón og Erna eignuðust fjögur börn, sem öll eru á lífi. Þau eru Ólöf Sigríður, gift Kjartani Gíslasyni, Óskar Georg, kvæntur Þórunni H. Matthias- dóttur, Herdís Þórunn, gift Inga Sverrissyni, og Halla Guðríður, ógift. öll börn Ernu og Jóns eru búsett hér í Reykjavík. Þegar vinur minn og starfsfélagi í 36 ár er kvaddur, koma ósjálfrátt fram í hugann margar Ijúfar minningar um glaðar og góðar samveru- og samvinnu- stundir. Þær verða þó ekki festar hér á blað, en fyrir þær er hér með þakkað af heilum hug. Hallgrímur Dalberg 184

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.