Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Page 12
getur það skipt máli um skaðabótarétt vegna slyss, hvort slasaði hefur notað búnað þennan. 1 dómi í Hrd. 1961, 793 var dæmt um bótakröfu verkamanns vegna meiðsla af völdum þess að grjót féll í höfuð hans, er hann vann við gerð á jarðgöngum í Arnarneshamri við Ísafjarðardjúp, þá 16 ára að aldri. Óskipt bótaábyrgð var lögð á atvinnuveitanda tjónþola vegna þess að „þeirrar sjálfsögðu öryggisráðstöfunar var ekki gætt“ að sjá mönnum, sem þar unnu, fyrir hlífðarhjálmum. I fleiri dómum hefur ábyrgð verið felld á atvinnurekanda vegna þess að talið hefur verið saknæmt að láta starfsmenn vinna án hjálma, sjá Hrd. 1970, 97 eða án augnhlífa, sbr. Hrd. 1970, 3 (ölgerð), Hrd. 1974, 905 (naglaverksmiðja), Hrd. 1976, 489 (vélaverkstæði) og Hrd. 1977, 1244 (trésmiðja). 1 sumum dómanna (Hrd. 1961, 793, Hrd. 1970, 97 og Hrd. 1976, 489) er grund- völlur ábyrgðar atvinnuveitanda einungis sú sök, að vanrækt var að nota þennan hlífðarbúnað, en í öðrum koma fleiri sakaratriði til álita. Á sama hátt og það telst sök vinnuveitanda að láta hjá líða að sjá verkamönnum fyrir öryggisbúnaði þessum, er það metið starfsmanni til sakar að nota ekki öryggisbúnað, ef honum er eða má vera ljóst, að búnaðurinn er nauðsynlegur eða lögskipaður. Þess vegna var helming- ur ábyrgðar lagður á tjónþola í Hrd. 1976, 489, en tjónþoli var meistari í bifvélavirkjun og þekkti vel til vinnubragða á starfsvettvangi sínum. I Hrd. 1970, 97 var tjónþoli einnig látinn bera hluta tjóns síns sjálfur. Bætur til hans voru lækkaðar um Yl hluta með vísun til þess að hann var gerkunnugur staðháttum og hættu þeirri, er stafað gat af stein- hruni. Eftir almennum reglum um eigin sök tjónþola getur hann að einhverju eða öllu leyti glatað rétti sínum til skaðabóta fyrir slys, ef hann van- rækir að gera eðlilegar ráðstafanir til að varna tjóni, þ.á m. að nota öryggishjálm, hlífðargler- augu eða sambærilegan öryggisbúnað. Frá þessu er þó vikið með nýlegri reglu í 2. málsl. 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga nr. 40/1968. Sam- kvæmt henni veldur vanræksla á að nota lög- boðin öryggisbeiti og hjálma ekki lækkun eða niðurfellingu bóta fyrir umferðarslys. í grein þessari er m.a. fjallað um það misræmi, sem hlýst af greindu nýmæli í umferðarlögum. Að öðru leyti vísast til efnisútdráttar í síðasta kafla greinarinnar. 186

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.