Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Page 20

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Page 20
Skal nú aftur vikið sérstaklega að nýmælinu í 2. málsl. 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga. Frá því að íslenskir dómstólar fóru að skipta sök í skaðabótamálum hafa þeir ekki verið bundnir af reglum í settum lögum um, hver atriði og atvik skuli hafa áhrif, þegar þeir ákveða, hvort hegðun tjónþola eigi að varða missi bótaréttar að einhverju eða öllu leyti. Ákvæðið í 2. málsl. 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga bindur hendur dómara. Gegn sérákvæði um belti og hjálma mælir m.a. það, að telja verður eðlilegt, að dóm- stólar marki stefnuna um sakarskiptingu hér sem annars staðar. At- vik að umferðarslysi geta verið þannig, að ástæða sé til að láta van- rækslu á að g'æta reglna um umræddan öryggisbúnað hafa áhrif, þeg- ar dæmt er um, í hve ríkum mæli hvor (hver) aðila um sig skuli bera fjárhagslegt tjón, er af slysinu hlýst. Sterkar raddir hafa komið fram gegn lögfestingu reglna um notk- un öryggisbelta og hjálma við akstur. Er því haldið fram, að það sé einkamál hvers og eins, hvort hann notar slíkan búnað eða ekki. Til grundvallar lagaákvæðum um skyldu til að nota örýggisbúnað þennan liggur andstæð skoðun. Löggjafinn virðist telja það vera í þágu al- mannahagsmuna að nota búnaðinn, m.a. vegna þess að notkun hans dragi úr tjóni, sem þjóðfélagið verður fyrir vegna missis starfskrafta. Einnig hljótist mikið beint tjón fyrir ríkissjóð sökum útgjalda al- mannatrýgginga til slasaðra manna og aðstandenda þeirra, svo og annars kostnaðar af félagslegum aðgerðum. Loks bíði aðstandendur slasaðra tjón, bæði félagslegt og andlegt. Þrátt fyrir lagaskyldu til notkunar öryggisbúnaðar við akstur sæta þeir engum viðurlögum, sem sinna ekki fyrirmælum um notkun örygg- isbelta, hvorki refsingu, bótaviðurlögum né öðrum (sbr. 6. gr. laga nr. 55/1981, en þar segir, að eigi skuli refsa fyrir brot gegn ákvæðum um öryggisbelti fyrr en lokið sé heildarendurskoðun umferðarlaga). Lög- gjafinn hefur reynt að þræða meðalveg milli andstæðra skoðana. Þess konar málamiðlun leiðir til mótsagna. Vissar athafnir eru lögboðnar, en ekki er heimilt að fylgja lögunum eftir með valdi. Brot tjónþola breytir ekki réttarstöðu hans að neinu leyti. Brot gegn fyrirmælum umferðarlaga um notkun hlífðarhjálma varða hins vegar refsingu, sbr. 80. gr. laganna. 1 lagafrumvarpi, sem leiddi til setningar laga nr. 55/1981, voru fyr- irmæli um refsingu vegna vanrækslu á að nota öryggisbelti. Þessu var breytt í meðferð frumv. á Alþingi í það horf sem nú er, þ.e. að refsi- vert er að nota ekki hjálma við akstur, en refsilaust að brjóta hlið- stæð ákvæði umferðarlaga um notkun örýggisbelta. Á Alþingi 1983-84 194

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.