Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Qupperneq 21

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Qupperneq 21
(106. löggjafarþingi) lögðu 7 þingmenn fram frumvarp þess efnis að taka upp refsingar við brotum á skyldu til notkunar öryggisbelta í um- ferð (188. mál. Ed. þingskj. 385). Frumvarp þetta var ekki samþykkt. Á 100. fundi Umferðarráðs hinn 27. febrúar 1984 var gerð svofelld ályktun: „Umferðar- ráð telur að reynsla sýni að fræðsla, áróður og lagaboð án viðurlaga nægi ekki til þess að ná þeim árangri að notkun bílbelta verði almenn. Telur Umferðarráð því brýnt að hið fyrsta verði tekin upp viðurlög við vanrækslu á notkun bílbelta". í ályktuninni mun vera átt við refsiviðurlög. Ekki verður séð, að reglan í 2. málsl. 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga hafi orðið tilefni sérstakrar umræðu opinberlega. Meginreglan um, að tjónþoli verði að bera sjálfur að nokkru eða öllu tj ón það, sem hann er meðvaldur að með saknæmum hætti, stendur föstum rótum í skaðabótarétti hér á landi og víðast hvar annars stað- ar. 1 vátryggingarétti og samkvæmt lögum um opinberar tryggingar á félagslegum grundvelli er þessu á annan veg farið. Samkvæmt 18.- 20. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga er meginreglan sú, að vátryggður tjónþoli heldur fullum rétti til vátryggingarbóta, þótt hann hafi valdið vátryggingaratburði af gáleysi. Eftir lögum nr. 67/1971 um almannatryggingar er aðalreglan einnig sú, að gáleysi bótaþega hefur ekki áhrif á rétt hans, sjá þó minni háttar undantekn- ingu í 54. gr. laganna (sbr. breytingarlög nr. 62/1974). Með setningu reglunnar í 2. málsl. 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga er í reynd komið á hliðstæðri skipan á réttarstöðu tjónþola og gildir í vá- tryggingarétti og almannatryggingarétti (Reyndar er gengið enn lengra í umferðarlagaákvæðinu, þar sem tjónþoli heldur bótarétti í öllum tilvikum, þótt hann brjóti viljandi gegn lagaskyldu um notkun öryggisbúnaðar). Mjög auðvelt er að koma slíkri skipan á, vegna þess að kostnaður, sem hún hefur í för með sér, lendir langoftast á ábyrgð- artryggjanda, en ekki hinum bótaskylda sjálfum. Hér er aftur komið að kjarna röksemda með nýju reglunni í 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga: Reglan eykur rétt tjónþola, án þess að skipta heildina miklu fjárhags- lega. Jafnframt er hún til einföldunar við afgreiðslu bótamála. Fjár- hagslegar og lagatæknilegar ástæður mæla því með reglunni. Gegn henni mæla aðrar ástæður, einkum þessar: (1) hún er ósveigj anleg, þannig að dómari hefur ekki eðlilegt svigrúm til að taka tillit til vissra þátta í hegðun tjónþola og (2) hún er andstæð almennum reglum um réttaráhrif sakar tjónþola og leiðir í sumum tilvikum til niðurstöðu, er brýtur í bága við siðgæðisvitund þorra manna, sem telja ekki rétt, að menn geti vísvitandi brotið lög og vanrækt eðlilegar varúðarreglur, án þess að það hafi einhverjar lögfylgjur. Úr þessum annmarka varð- andi ákvæðin um öryggisbelti má þó bæta með því að taka upp refs- 195

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.