Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Side 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Side 27
rétti, sbr. Hrd. XLIV, bls. 37; XLVII, bls. 1075. Meiri háttar brot geta varðað stjórnsýsluviðurlögum skv. 1. 38/1954 (áminning, lausn frá starfi um stundarsakir eða að fullu) og/eða refsingu skv. XIV. kafla alm. hgl., einkum 131. og 132. gr., sjá Hrd. LII, bls. 430. Hafi hinum brotlega verið vikið úr starfi fyrir uppkvaðningu refsidóms, er gjarna tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar, sbr. Hrd. XXII, bls. 57; LII, bls. 430. Óheimilar aðferðir gagnvart sakborningi útiloka ekki sjálfkrafa sönnunargögn, sem þannig eru fengin. Dómstólar meta gildi þeirra, sbr. 108. og 110. gr. oml. III. RÉTTARSTAÐAN Á RANNSÓKNARSTIGI. Meðan mál er í rannsókn hjá lögreglu (rannsóknarlögreglu ríkisins, rannsóknarlögregludeildum, sbr. 2. og 5. gr. rgj. 253/1977), hjá öðrum stjórnvöldum eða fyrir dómi skv. 3. mgr. 32. gr. og 74. gr. oml., sbr. 5. og 12. gr. 1. 107/1976, er réttarstaða sakbornings að ýmsu leyti önnur en eftir að mál er höfðað. Þykir því hlýða að fjalla um hvorn þátt máls- meðferðarinnar um sig. 1) Sakborningur á rétt á upplýsingum um kæruefnið (sakarefnið), svo fljótt sem því verður við komið eftir handtöku og í síðasta lagi við upphaf skýrslutöku. Réttarreglur eru óljósar um þetta atriði, sbr. Hrd. XXXII, bls. 638. Heimilt er að láta handtekinn mann aftur lausan án þess að skýrsla sé þá tekin af honum um sakargiftir, enda hafi handtökuheimild verið fyrir hendi í upphafi, sbr. Hrd. XLV, bls. 413; L, bls. 141. 2) Sakborningi er heimilt að hafa samband við ættingja sína eða aðra vandamenn þegai* eftir handtöku, nema sérstök ástæða sé til að ætla, að það muni torvelda rannsókn málsins, sbr. 4. mgr. 61. gr. oml., sbr. 1. gr. 1. 53/1979. Af ákvæði þessu og 81. gr. oml. leiðir einnig, að sakborningur má hafa samband við lögfræðing eða annan talsmann, er hann kýs sér til réttargæzlu. Ef sakborningi er meinað að hafa samband við vandamenn eða aðra vegna fyrirvarans í ákvæðinu, á hann rétt á, að yfirmaður lögreglu taki ákvörðun að viðlagðri lágaábyrgð. Fyrir lagabreytinguna 1979 átti sakborningur ekki lögvarinn rétt til umrædds sambands við fjölskyldu, sbr. Hrd. XLV, bls. 413. 3) Sakborningi jafnt sem vitni er skylt að koma til skýrslutöku hjá Iögreglu, sbr. handtökuheimildir 1. mgr. 59. gr. og 2. og 6. tl. 1. mgr. 61. gr. oml. 4) Sökuðum manni skal á það bent, að honum sé óskylt að svara spurningum, er beinlínis varða brot það, sem hann er grunaður um, og 201

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.