Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Side 37
eða varnar eða að dómari sé óhæfur, og krefjast úrlausnar dómara þar um, sbr. 124. gr. og 133. gr. oml. 5) Sökunautur er alla jafna sjálfráður að því, hvort hann ræður sér talsmann á eigin kostnað eða fær sér skipaðan verjanda. Engar hömlur eru lagðar á sakborning varðandi ráðningu talsmanns á eigin kostnað nema þær, að talsmaðurinn verður að vera löghæfur og hlj óta samþykki dómara, sbr. 3. mgr. i.f. 81. gr. oml. Auðvitað getur enginn meinað sökunaut að leita ráða á sinn kostnað hjá hverjum þeim, er honum sýnist, og mun dómara vart stætt á að meina slíkum manni að vera við þinghöld og, ef því er að skipta, flytja mál sakbornings, svo fremi hann yfirleitt álíti talsmanninn löghæfan verjanda skv. 82. og 85. gr. oml., sbr. athugasemdir Einars Arnórssonar við 80. gr. oml. Dómari hefur ekki leiðbeiningarskyldu um ráðningu talsmanns skv. 3. mgr. 81. gr., sbr. hins vegai' 1. mgr. 81. gi'. oml. og Hrd. XXVI, bls. 689. Það er aðalreglan, að sakborningi sé ekki skipaður verjandi (réttar- gæzlumaður), nema hann óski þess sjálfur, sbr. 3. mgr. 81. gr. oml. I nokkrum tilvikum er lögskylt eða heimilt að skipa verjanda (réttar- gæzlumann) án óskar sakbornings: a) Lögskylt er að skipa verjanda í meiri háttar sakamálum, er sæta sókn og vörn skv. 130.-136. gr. oml., sbr. 1. mgr. 80. gr. oml., sjá og Hrd. XXXV, bls. 428 (453). b) Lögskylt ei' að skipa réttargæzlumann, ef matsmenn eiga að stað- festa framburð eða matsgerð fyrir dómi að sökunaut fjarstöddum, sbr. 1. tl. 3. mgr. 80. gr. oml. Gildir þetta hvort sem staðfesting fer fram fyrir eða eftir málshöfðun. Til fyllingar er ákvæði 83. gr. oml., sem hefur að geyma fyrirmæli um skipun sérstaks verjanda, ef stað- festing vitnisbui'ðai', mats- eða skoðunargerðar fer fram í öðru lög- sagnarumdæmi en því, sem aðalmálið er rekið í, nema verjandinn í aðalmálinu sé þar viðstaddur. c) Heimilt er að skipa réttargæzlumann, ef sökunautur er undir 18 ára aldri eða er sérstökum annmörkum haldinn, sbr. 2. tl. 3. mgr. 80. gr. oml. (fyrir eða eftir málshöfðun). d) Heimilt er dómara endranær að skipa verjanda, þótt sökunautur sé því andvígur, ef dómara þykir allt að einu ástæða til þess, sbi'. 3, mgi’. 81. gr. oml. Þennan fyrirvara ber að skýra þröngt, ella væri aðal- reglan gagnslaus. Ákvörðun dómara um að skipa verjanda (réttargæzlumann) verður ekki skotið til æðra dóms, jafnvel þótt skipunin sé óþörf eða röng samkvæmt ákvæðum 80. og 81. gr. oml., sbr. 5. tl. 170. gr. oml. og 211

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.