Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Page 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Page 40
getur ýmist beitt þeim sjálfur eða fyrir tilstilli verjanda (réttar- gæzlumanns) síns samkvæmt sérstöku umboði. Um kæruheimildir eru ákvæði í 172. gr., sbr. 171. gr. oml. Sökunautur getur ekki áfrýjað máli sínu í eigin nafni, heldur verður til að koma atbeini ríkissaksóknara, sbr. 175. gr. oml. Áfrýjunarheimildir eru greindar í 175. gr. oml. Ríkis- saksóknara er yfirleitt skylt að áfrýja sakfellingardómum, ýmist af laganauðsyn eða eftir kröfu dómþola. Ákærði á aldrei kröfu til áfrýj- unar sýknudóms, sbr. þó 11. tl. 172. gr. og 2. tl. 1. mgr. 175. gr. oml. Brot framið fyrsta sinni skv. 1. tl. 2. mgr. 175. gr. táknar brot, sem sökunautur hefur hlotið sinn fyrsta refsidóm fyrir eða gengizt undir sektargreiðslu skv. 112. gr. oml. Sýknudómur telst ekki með, þótt hann stafi af fyrningu sakar. Hafi maður verið sakfelldur, en refsing skil- orðsbundin eða felld niður, er ákvæðið ekki talið eiga við, sbr. athuga- semdir Einars Arnórssonar við 175. gr. oml. Er sú niðurstaða þó ekki fyllilega í samræmi við orðalag ákvæðisins, „dæmd refsing“. Þótt ekki sé skylt að áfrýja, af því að viðurlög dómþola fullnægja ekki skilyrðum 2. mgr. 175. gr., er ríkissaksóknara ætíð heimilt að áfrýja, ef hann telur ástæðu til, sbr. 179. gr. oml. Mati ríkissaksókn- ara verður ekki hnekkt. Þótt Hæstiréttur telji áfrýjun gerða að ófyrir- synju, verður máli ekki vísað frá dómi fyrir þá sök. Lögráðamaður kemur í stað dómþola um ákvarðanir varðandi áfrýj- un, ef hann er yngri en 18 ára eða sviptur sjálfræði, sbr. 3. mgr. 175. gr. oml. I 4. mgr. 175. gr. er kveðið á um áfrýjunarrétt náinna venzla- manna, ef dómþoli andast, áður en áfrýjun er ráðin. Sama mun gilda um framhald máls, sem þegar hefur verið áfrýjað, sbr. athugasemdir Einars Arnórssonar. Sé máli áfrýjað að kröfu dómþola, verður refsing eða önnur viður- lög á hendur honum ekki þyngd, nema ákæruvaldið hafi áfrýjað mál- inu í þessu skyni af sinni hálfu, sbr. 176. gr. oml. Við meðferð máls í Hæstarétti gilda sömu reglur og í héraði um varnarheimildir sakbornings, svo sem til að vera viðstaddur dómþing, kynna sér gögn málsins og taka til varna, eftir því sem við getur átt. 9) Um endurupptöku dæmdra mála eru ákvæði í XXIII. kafla oml. Samkvæmt 192. gr. á dómfelldur maður kröfu á endurupptöku máls, ef hann telur sig sýknan sakfelldan eða sakfelldan fyrir mun grófara brot en það, sem hann framdi. Auk þessa eru í ákvæðinu nánari skil- yrði um, að fram séu komin ný gögn eða að ætla megi, að refsidómur byggist að einhverju leyti á falsgögnum eða stafi af refsiverðri hegðun vitna eða annarra. Er lögð upplýsingaskylda á þá aðila, er vinna að rannsókn og meðferð opinberra mála, sbr. 2. mgr. 192. gr. oml. Ákvæð- 214

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.