Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Page 47

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Page 47
um rökum mjög til röksemdafærslu meiri hluta Hæstaréttar í Hrd. 1978. 716 og 719, en í þeim málum var um það deilt, hvort íslenskur námsmaður í Osló og eiginkona hans, sem höfðu fyllt út slíkt sam- norrænt flutningsvottorð, áður en þau héldu til Oslóar, væru á kjör- skrá við sveitarstjórnarkosningar í Garðakaupstað, þar sem þau áttu lögheimili fyrir flutninginn. Sagði í dómi meiri hlutans, að ekki hefði verið gerð um það nein athugasemd í flutningsvottorðinu, að lögheim- ili námsmannsins og eiginkonu hans skyldi vera áfram í Garðakaup- stað og að þau hefðu með áritun Oslo folkeregister tekið lögheimili í Osló. Kröfu þeirra um að vera tekin á kjörskrá var því hrundið. Einn dómari greiddi sératkvæði í þessum málum. Þar ságði, að samkvæmt gögnum málsins hefðu námsmaðurinn og eiginkona hans ætlað að dveljast um eins árs skeið í Noregi við nám. Eins og á stæði yrði ekki talið, að þau hefðu með flutningstilkynningunni ætlað að slíta lögheim- ili sínu hér á landi. Bæri því að taka þau á kjörskrána. Ég tel, að niðurstaða meiri hluta Hæstaréttar í ættleiðingarmálinu gefi tilefni til eftirfarandi hugleiðinga: 1) Þess er tvívegis getið í atkvæði meiri hlutans, að G og fjölskylda hans hafi ekkert aðhafst eftir flutningstilkynninguna 12. ágúst 1975 til að telja lögheimili sitt hér á landi eftir 1. mgr. 10. gr. lögheimilis- laganna. Af þessu tilefni hlýtur sú spurning að vakna, hvað G hefði átt að gera í þeim efnum og hvers hefði verið kostur. Hefði hann t.d. átt að láta skrá um það athugasemd á hið samnorræna flutningsvott- orð, að hann þrátt fyrir flutning lögheimilisins til Svíþjóðar teldi sig eiga lögheimili eða heimilisfesti á Islandi? Eða hefði hann á árinu 1977, þegar hann sótti um ættleiðingarleyfið, áður en námi hans í Svíþj óð lauk, átt að tilkynna flutning lögheimilis síns aftur til íslands ? 1 því samnorræna flutningsvottorði, sem varðar G og fjölskyldu hans og lágt var fram í þessu máli, átti í dálki nr. 3 að gefa upp lögheimili í brottflutningslandi og í dálki nr. 6 lögheimili í landi því, sem flutt er til. Eins og formi vottorðsins er háttað og hér er lýst, tel ég vand- séð, að G hafi mátt vera það ljóst, að slíkra beinna aðgerða væri þörf. Tel ég eðlilegt, að litið hefði verið til þessa atriðis við úrlausn málsins, þegar hafðar eru í huga lögfylgjur breyttrar heimilisfesti. 2) 1 fræðiritum hefur jafnan verið talið, að til þess að maður öðlist heimilisfesti (domisil) á nýjum stað, þurfi tvennt til að koma. Fyrra atriðið er það, að viðkomandi maður hafi í raun tekið sér búsetu á hinum nýja stað. Hitt atriðið er, að um vilja mannsins til varanlégrar dvalar á nýja staðnum sé að ræða. Má um þetta efni vísa til Karstens Gaarder (áður tilvitnað rit, bls. 67-68) og Allan Philip (áður tilvitnað 221

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.