Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 48
rit á bls. 142). I umsókn G um ættleiðingarleyfið tók hann það sér- staklega fram, að hann stundaði nám í Svíþjóð, en hygði á heimkomu strax að því loknu. Eftirfarandi yfirlýsingar málsaðila um það, hver hafi á sínum tíma verið tilætlun þeirra í þessum efnum geta verið hæpnar til þess að byggja á niðurstöðu í dómsmáli. Öðru máli gegnir aftur á móti um skjalfestar yfirlýsingar, eins og í þessu máli, sem gefnar eru á miðj- um námstímanum og það löngu áður en til málshöfðunar kom eða ljóst var að til málshöfðunar kæmi. Að mínu mati hefði verið eðlilegt að líta til þessa atriðis við úrlausn málsins, sérstaklega þegar höfð er í huga 10. gr. lögheimilislaganna, sem segir, að rétt sé þeim, sem dvelj- ast erlendis við nám, að telja lögheimili sitt í því sveitarfélagi, þar sem þeir áttu lögheimili, er þeir fóru af landi brott. Kemur í 10. gr. lög- heimilisláganna fram svipað sj ónarmið og áðurnefndir fræðimenn hafa til námsdvalar erlendis og áhrifa hennar á breytta heimilisfesti. Þann- ig nefnir t.d. Karsten Gaarder (bls. 68) það sérstaklega, að nárns- dvöl erlendis, jafnvel þó svo að hún standi í mörg ár, skapi ekki heim- ilisfesti í því landi, þar sem nám er stundað, nema atvik bendi sér- staklega til annars. 3) Tilvist hins samnorræna flutningsvottorðs má rekja til 2. gr. Norð- urlandasamnings um almannaskráningu, sem birtur var með auglýs- ingum nr. 2/1969 og 13/1969 í C-deild Stjórnartíðinda. Segir í að- fararorðum samningsins, að hann sé gerður til þess að auðvelda al- mannaskráningu í samningslöndunum. Allan Philip (áður tilvitnað rit á bls. 149) bendir á, að það eitt út af fyrir sig, að maður er tekinn út af þjóðskrá í einu landi og settur inn á þjóðskrá í öðru landi, ráði ekki úrslitum um það, hvort jafnframt verði breyting á heimilisfesti viðkomandi. Telur Philip að þetta atriði komi hins vegar til skoðunar ásamt atvikum og aðstæðum að öðru leyti, sbr. dóm í Sv. J. T. 1968 2. afd., bls. 6. Af atkvæði meiri hluta Hæstaréttar í ættleiðingarmálinu verður hins vegar ekki annað séð en að þetta atriði eitt sér hafi ráðið miklu um úrslit málsins, jafnvel þótt hér væri um námsdvöl að ræða og til staðar væri skjalfest yfirlýsing G um, að hann hygðist snúa heim til Islands að námi loknu, eins og áður ségir. 4) Hið samnorræna flutningsvottorð gildir auðvitað, eins og nafnið bendir til, eingöngu um búferlaflutninga milli einstakra ríkja á Norður- löndum. Námsmenn, sem fara til náms annars staðar, t.d. í Banda- ríkjunum, Bretlandi eða Þýskalandi, svo að einhver dæmi séu nefnd, fylla ekki út slíkt vottorð. Þeim er heimilt á grundvelli 10. gr. lög- heimilislaganna og 2. mgr. 5. gr. laga nr. 73/1952 að telja lögheimili 222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.