Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 52
Félagið hefur staðið fyrir allmörgum fræðafundum, sem almennt hafa verið
vel sóttir. Erindi, sem þar hafa verið flutt, hafa, mörg hver, síðar birst [ tíma-
riti félagsins.
Félagið gefur út tímaritið NjörS og koma út fjögur hefti á ári. Árlega birt-
ist einnig Félagsbréf með fréttum af starfsemi félagsins.
Af fræðilegum greinum, sem birst hafa í Nirði, má nefna:
Páll Sigurðsson: Nýmæli í björgunarrétti.
Sami: Hvenær koma ný sjómannalög?
Benedikt Sigurjónsson: Spjall um skipavátryggingu.
Jónas Haraldsson: Ákvæði 18. gr. sjómannalaga um slys og veikindi
skipverja.
Valgarð Briem: Um P & I tryggingar.
Páll Sigurðsson: Hugleiðingar um nýskipan lagareglna um ábyrgð út-
gerðarmanns og takmörkun hennar.
Hans Jakob Bull: Petroleumsvirksomhet og petroleumstransport. Over-
sikt over de rettslige hovedsporsmál.
Jón H. Magnússon: Sjópróf.
Hrafn Bragason: Gerðardómar í sjóréttarmálum.
Agnar Erlingsson: Flokkunarfélög.
Hjálmar R. Bárðarson: Alþjóðasiglingamálastofnunin, I.M.O.
Á næstunni munu m.a. birtast greinar um „stöðuumboö skipstjóra" eftir
Einar Örn Thorlacius og um ,,sjóveð“ eftir Guðrúnu Ástu Sigurðardóttur.
Stjórn félagsins hefur komið á sérstöku sambandi við Nordisk Institutt for
Sjorett í Osló, sem er ein hin helsta rannsóknar- og fræðistofnun heims á
sviði sjóréttar. í boði félagsins hafa nú þegar þrír fræðimenn frá þeirri stofn-
un haldið fyrirlestra í Reykjavík, en þeir eru: prófessor Erling Selvig (forstöðu-
maður stofnunarinnar), Hans Jakob Bull (forstöðumaður olíuréttardeildar
stofnunarinnar) og prófessor Sjur Brækhus (fyrrverandi forstöðumaður). Pró-
fessor Thor Falkanger í Osló hefur þegið boð félagsins um að halda hér
fyrirlestur haustið 1985.
Núverandi stjórn félagsins skipa: Dr. Páll Sigurðsson, dósent, (formaður);
Jón H. Magnússon, lögfræðingur; Jónas Haraldsson, skrifstofustjóri; Viðar
Már Matthíasson, hdl.; Benedikt Blöndal, hrl.; Benedikt Sigurjónsson, fyrrv.
hæstaréttardómari; Einar Hermannsson, skipaverkfræðingur. í varastjórn voru
kosnir þeir Gunnar Felixson, aðstoðarforstjóri, og Bjarni Kr. Bjarnason,
borgardómari.
Páll Sigurðsson
FRÁ FÉLAGI ÁHUGAMANNA UM RÉTTARSÖGU
Félagið var stofnað haustið 1982 og er hlutverk þess að efla réttarsögu
(íslenska og almenna) sem fræðigrein.
Samkvæmt lögum félagsins er því m.a. ætlað að ná tilgangi sínum með því:
1) „Að örva og styrkja rannsóknir í réttarsögu, t.d. með því að knýja
á um fjárveitingar [ því augnamiði, með því að auðvelda útgáfu íslenskra
226