Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 5
RÉTTARFARSSLYS Nú er rekið á vegum íslenska ríkisins skaðabótamál fyrir héraðsdómstól ( Connecticut-ríki í Bandarlkjunum gegn Sikorskyflugvélaverksmiðjunum vegna þess slyss er þyrlan Rán fórst í Jökulfjörðum 8. nóvember 1983. Snemma í septembermánuði s.l. komu bandarískir lögmenn beggja máls- aðila til íslands. Höfðu þeir meðferðis „vitnastefnu" (notice of deposition) þar sem m.a. er svo kveðið á að samkvæmt tilteknu ákvæði bandarískra réttarfars- laga fari fram vitnaleiðslur í Arnarhvoli dagana 8. og 9. september yfir nafn- greindum mönnum á tilteknum tímum hvorn dag. Umræddir menn fengu fyrst að vita um fyrirhugaðar yfirheyrslur 3-4 dögum áður en þær áttu að fara fram og eftir að hinir bandarísku lögmenn voru komnir til landsins, en umrædd „vitnastefna" er þó gefin út 13. ágúst 1986. A.m.k. tveir hinna nafngreindu manna, sem yfirheyra átti og báðir höfðu staðið að gerð skýrslu Flugslysa- nefndar um atburðinn, töldu sér ekki skylt að mæta til yfirheyrslunnar og var ríkislögmanni tilkynnt um það. Fyrir orð samgönguráðherra féllust þeir þó að lokum á að verða yfirheyrðir enda yrði þeim fenginn íslenskur lögfræðingur og séð yrði um að íslenskur dómtúlkur yrði viðstaddur. Yfirheyrslur fóru síðan fram í húsakynnum flugmálastjórnarinnar eftir bandartskum reglum. Vitnin voru látin vinna eið að bandarískum hætti og síðan þaulspurðu hinir banda- rísku lögmenn um hvaðeina á ensku en bandarfskur dómritari tók spurningar og svör jafnharðan niður á hraðritunarvél. Stóðu sumar yfirheyrslurnar klukkustundum saman. Þessi málavaxtalýsing ætti að nægja til þess að hægt sé að átta sig á þeim tveim grundvallaratriðum sem hér verða gerð að umtalsefni. Það sem gerst hefur og skiptir máli er að í dómsmáli yfirheyra lögmenn erlends ríkis íslenska ríkisborgara á erlendu máli samkvæmt erlendum réttarfarslögum í íslenskri lögsögu án þess að dómari sé viðstaddur. Hér verður því haldið fram að með þessu hafi ekki verið gætt jafnræðis ríkja ( réttarfarsmálefnum og að réttar- öryggi þeirra sem yfirheyrðir voru hafi verið skert. Verða nú færð rök að þeim staðhæfingum. Það er grundvallarregla íslensks einkamálaréttarfars að vitnaleiðslur fari einungis fram undir stjórn dómara og að viðstöddum lögmönnum. Sú réttar- vernd sem í þessu er fólgin fyrir borgarana er svo auðsæ að óþarft ætti að vera að minna a.m.k. lögfræðinga á hana. Það verður þó gert hér að nokkru þar sem íslendingarnir sem yfirheyrðir voru nutu ekki þeirra grundvallarmann- réttinda sem t.d. er kveðið á um í 133. gr. einkamálalaganna og hér verður greint frá: „Dómari leggur spurningar fyrir vitni, lagar þær til og skýrir eftir þörfum. Óákveðnar, tvfræðar, veiðandi, ósæmilegar eða sýnilega þýðingar- lausar spurningar má ekki leggja fyrir vitni. Dómari getur einnig af sjálfsdáð- um beint spurningum til vitnis um hvert það atriði, er hann telur þurfa frekari 151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.