Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Qupperneq 25

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Qupperneq 25
ógildingar eða breytingar á samningum þeim, sem 54. gr. 1. nr. 60/ 1972 tekur til. 1 1. mgr. 54. gr. 1. nr. 60/1972 segir, að unnt sé með dómi að lýsa samning milli hjóna um fjárskipti, framfærsluskyldu eða önnur skilnaðarkjör vegna skilnaðar óskuldbindandi, ef hann var ber- sýnilega ósanngjarn á þeim tíma, sem til hans var stofnað. Málshöfðun- arfrestur er 1 ár frá fullnaðardómi til skilnaðar eða frá útgáfu leyfis- bréfs, nema þess sé freistað að ógilda samning með stoð í almennum reglum urn fjármunaréttarsamninga, þá gildir ársfresturinn ekki, sbr. 2. og 3. mgr. 54. gr. Aðstaðan er því sú samkvæmt 54. gr., að samn- ingur þarf að hafa verið bersýnilega ósanngjarn á því tímamarki, sem til hans var stofnað, til þess að unnt sé að ógilda hann. Samkvæmt 3. mgr. 54. gr. má beita réglum fjármunaréttar, þar með reglum laga nr. 7/1936, til að hnekkja samningi, og þá væntanlega einnig þótt hann hafi ekki verið bersýnilega ósanngjarn, þegar til hans var stofnað, en sé síðar, t.d. vegna brostinna forsendna eða af öðrum ástæðum, óskuld- bindandi. Við setningu laga nr. 60/1972 var ógildingarregla 1. mgr. 54. gr. laganna að líkindum víðtækari en ógildingarreglur laga nr. 7/1936. Eftir setningu laga nr. 11/1986, sem breyttu III. kafla laga nr. 7/1936, er hins vegar að finna víðtækari ógildingarreglu í III. kafla þeirra en í 54. gr. laga 60/1972. Spurningin er því sú, hvort breytingin á lög- um nr. 7/1936 eigi að hafa áhrif á skilyrði þau til ógildingar, sem til- greind eru í 1. mgr. 54. gr. laga nr. 60/1972. I dómi í UFR 1982, bls. 700 (V.L.) er því almennt slegið föstu, að 36. gr. dönsku samningalaganna, sem er sambærileg hinni nýju ógild- ingarreglu 36. gr. íslenzku samningalaganna verði ekki beitt til að ó- gilda samninga, sem 1. mgr. 58. gr. dönsku hjúskaparlaganna tekur til, en hún svarar til 1. mgr. 54. gr. laga nr. 60/1972. Með öðrum orð- um, áfram verði að gera þær kröfur, að samningur hafi verið bersýni- lega ósanngjarn, er til hans var stofnað, til þess að unnt sé að lýsa hann óskuldbindandi. Á þessa dómsniðurstöðu hefur mikið verið deilt.8 9) Verður að telja, að flestir hallist að því, að beita megi viðmiðun 36. gr. laga nr. 7/1936 um tilvik þau, sem 1. mgr. 54. gr. laga 60/1972 tekur til.°) Það sam- rýmist líka því almenna viðhorfi, að möguleiki til að ógilda samninga á sviði sifjaréttar eigi að vera rýmri en í fjármunarétti og að meira eigi að leggja upp úr raunverulegum vilja samningsaðilja en svo- 8) Sbr. J0rgen N0rgaard í UFR 1983 B, bls. 106-107. 9) Sjá t.d. Peter Vesterdorf i Familieret, bls. 464-465 og sami ásamt Palle Bo Madsen i UFR 1979 B, bls. 230-233 og J0rgen N0rgaard í UFR 1983 B, bls. 106-107. 171
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.