Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 15
að vera síðari hluti 2. tl. 1. mgr.) sé einkum ætlað að ná yfir, séu t.d. þegar skip sé með bilaða vél eða hafi fengið veiðarfæri í skrúfuna og komist þar af leiðandi ekki til hafnar af eigin rammleik en sé ekki í yfirvofandi hættu, þ.e. veður og aðstæður séu þannig, að engin hætta sé á, að skipið reki á land eða að því hlekkist á innan þess tíma, sem auðvelt sé að fá hjálp. Ennfremur segir í athugasemdum með frv., að forsenda þessa sé, að bjargendur hafi ekki þurft að leggja sig í telj- andi hættu við björgunina (Alþt. 1984 A, bls. 1044). Af síðastgreindum orðum sýnist mega draga þá ályktun, að leggi bjargendur sig í telj- andi hættu, beri að beita almennum reglum um ákvörðun björgunar- launa, þ.e. ákvæðum 1. tl. 1. mgr. 165. gr. og upphafsákvæði 2. tl. (verð- mæti hins bjargaða). Ekkert kemur þó fram um þetta í lagaákvæðinu sjálfu. 1 athugasemdum með frv. eru ekki aðrar leiðbeiningar um, hvernig marka beri gildissvið sérreglunnar. Eftir orðum laganna eru skilyrði fyrir beitingu sérreglunnar tvö: (1) að hættan sé ekki yfirvofandi og (2) að skip komist eigi til hafnar fyrir eigin vélarafli. Vandi dómstóla verður væntanléga sá að skýra hugtakið yfirvofandi hætta í 2. tl. 1. mgr. 165. gr. Skal engu spáð um, hvernig það verður gert. Vakin skal athygli á því, að orðið „yfirvofandi“ virðist bæði í laga- textanum og athugasemdum með frv. notað í merkingunni „bráð“ hætta eins og það hugtak er skýrt í Sjórétti Ólafs Lárussonar. I almennu máli er ekki ýkja mikill munur á merkingu orðanna yfirvofandi og bráður og í lagamáli hefur ekki ætíð verið greint skýrt á milli þeirra, sbr. 4. kafla hér að framan. 5.4. Rök fyrir sérreglunni Með tillögu til þingsályktunar þeirrar, sem rakin er í 2. kafla hér að framan, fylgdi greinargerð (Alþt. 1980-81 A, bls. 1728). 1 henni segir m.a„ að ákvæði siglingalága um greiðslur vegna björgunar séu á marg- an hátt úrelt orðin, enda margra áratuga gömul. Þau leiði oft til þess, að skipstjórnarmenn þurfi að hugsa sig um oftar en einu sinni, áður en beðið sé um aðstoð. Hin peningalegu sjónarmið, sem í málin blandist að óbreyttum lögum, séu mjög hvimleið. Þá segir, að allt aðrar og nú- tímalegi’i reglur gildi um greiðslur fyrir veitta hjálp, þegar skip, tryggt eða endurtryggt hjá Samábyrgð Islands á fiskiskipum, bjargi öðru. Loks segir, að nauðsynlegt sé, að strax fari fram endurskoðun á hin- um forneskjulegu ákvæðum siglingalaga um greiðslur fyrir björgun. Þetta er ekki það fyrsta, sem heyrist á Alþingi um endurskoðun björgunarreglna. M.a. fluttu tveir alþingismenn á árunum 1969 og 1970 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.