Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 23
boð og ógilda löggerninga, en sá kafli þeirra laga ber yfirskriftina „Um ógilda löggerninga“. Breytingum þeim, sem lög nr. 11/1986 leiddu til, og aðdraganda þeirra er að nokkru leyti lýst í grein Þorgeirs örlygssonar, borgardóm- ara, í 2. hefti þessa árgangs Tímarits lögfræðinga, en verður að öðru leyti lýst hér á eftir. 1 grein Þorgeirs er aðallega fjallað almennt um þær breytingar, sem setning laga nr. 11/1986 hafði í för með sér, réttar- þróun bæði á hinum Norðurlöndunum og hér á landi, réttarástand á þessu sviði á Islandi og ennfremur hvort laganauðsyn hafi borið til þeirra breytinga, sem voru meginefni laga nr. 11/1986. Að auki er í grein Þorgeirs Örlygssonar svarað gagnrýni á frumvarp það, sem síð- ar varð að lögum nr. 11/1986. I grein þessari er fyrst og fremst ætlunin að skýra einstök efnis- atriði 36. gr. laga nr. 7/1936, eins og því ákvæði var breytt með lögum nr. 11/1986, ræða sanngirnishugtak ákvæðisins og fjalla um helztu til- vik, sem ætla má, að ákvæðið taki til. Jafnframt er ætlunin að fjalla nokkuð um dómaframkvæmd á grundvelli hliðstæðs ákvæðis í dönsku samningalögunum, eins og því var breytt 1. júlí 1975.2) 2) Athugasemdir þær, sem fylgdu frumvarpi því, er síðar varð að lögum nr. 11/1986, eru mjög ítarlegar og verður ekki hjá því komizt að endurtaka ýmislegt af því, sem þar seg- ir. Þegar vísað er til athugasemda þessara, eru þær hér eftir nefndar - greinargerðin Að auki skal á það bent, að höfundur þessarar greinar ritaði í 2. tbl. XXXVII. árgangs Úlfljóts, tfmarits laganema, bls. 53-70 grein undir heitinu: „Nýjungar í norrænum samningarétti", en þar er að hluta fjallað um sömu efnisatriði og til meðferðar eru í þessari grein. Viðar Már Matthíasson lauk lagaprófi vorið 1979. Kandidatsritgerð hans fjallaði um lög- jöfnun. Hann stundaði framhaldsnám í samn- ingarétti og kröfurétti við Institutt for Privat- rett við Háskólann í Oslo frá því í september 1979 fram í júní 1981. Starfaði sem fulltrúi á lögmannsstofu Arnmundar Backman hrl. árin 1981 til 1985, en rekur nú málflutningsskrif- stofu í Reykjavík í félagi við Ragnar Aðalsteins- son hrl. og Sigurð Helga Guðjónsson hrl. Hann var stundakennari við lagadeild Háskóla ís- lands á vormisseri 1984, með kauparétt sem kennslugrein. 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.