Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 41
í öðru lagi hefur verið talið, að viðsemjandi þurfi að hafa þekkt for- sendurnar og gert sér ljóst mikilvægi þeirra fyrir viðsemjandann. í þriðja lagi hefur verið áskilið, að það væri sanngjarnt, með hlið- sjón af skiptingu áhættu í réttarsambandinu, að forsendubresturinn hefði áhrif á efndaskyldu. Eins og fyrr segir, hafa verið gerðar strangar kröfur til þess, að for- sendubrestur hefði áhrif á efndaskyldu. 1 íslenzkri dómaframkvæmd eru þess fá dæmi, að samningi hafi verið vikið til hliðar eða honum breytt vegna forsendubrests. Benda má á HRD IX (1938), bls. 565 og HRD XXVI (1955), bls. 691. Það hefur skort almenna heimild í settum lögum til þess að byggja slíkar niðurstöður á. Það hefur valdið rétt- aróvissu, auk þess sem menn hafa talið þörf á að geta gengið lengra en reglurnar um brostnar forsendur heimila. I grein sinni „Fra utkikk- en“34) fjallar Arnholm um norskan hæstaréttardóm í Rt. 1958, bls. 529. Sakarefnið í því máli var það, að landeigendur höfðu árið 1884 gert samning við ríkið um leigu á landsvæði til notkunar fyrir herinn til skotæfinga. Leigan var ákveðin 700 kr. á ári og samningnum mátti segja upp hvenær sem var af hálfu ríkisins, en hann var óuppsegjan- legur af hálfu landeigendanna. U.þ.b. 65 árum eftir samningsgerðina reis ágreiningur með samningsaðiljum. Landeigendur höfðu uppi kröf- ur um verulega hækkun leigugjalds og studdu þá kröfu sína einkum við þrjár röksemdir: Að notkun svæðisins væri mun meiri en gert var ráð fyrir í upphafi og því gætu landeigendur nú ekki notað landið til beitar fyrir búfénað, svo sem áður hafði verið. Að landið væri nú mun verðmætara, þar sem nú væri hægt að skipta því niður og selja sem byggingarlóðir. Að hækka ætti leiguna vegna þess að verðmæti peninga hefði rýrnað. Kröfum landeigendanna var hafnað nánast að öllu leyti, og að því leyti sem hér skiptir máli var það rökstutt svo í atkvæði þess hæstaréttardómara, sem meirihlutinn studdi: „Etter min mening er det i et tilfelle som det foreliggende ikke rettslig hjemmel (Leturbr. höf.) for á regulere det avtalte veder- lag under henvisning til den alminnelige prisstigning i de senere ár. Jeg slutter meg her til lagmannsrettens domsgrunner. Det samme gj elder den lokale stigning i grunnverdien som folge av at det er ettersporsel etter tomter i distriktet“. Arnholm gagnrýnir þennan dóm. Hann segir m.a. svo: „Det som unektelig volder meg en viss bekymring, er det resonne- ment at kroner er kroner. Men er resultatet rimelig? Kan vi i 34) Carl Jacob Arnholm í TFR 1958, bls. 466. 187
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.