Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 20
„lítilli" hættu. Ekki er heldur í grg. nein úttekt á íslenskum dómum í því skyni að sýna dæmi um, hvernig einstök hjálpartilvik hefðu verið dæmd eftir hinum nýj u reglum. Slíkur samanburður hefði verið til þess fallinn að varpa ljósi á, hvað í reynd felist í breytingum þessum. Dóm- arar landsins eru ekki öfundsverðir, þegar þeir standa frammi fyrir því annars vegar að „lækka hættustigið“ (sbr. athugasemdir við 164. gr. frv.) og hins vegar að afmarka hugtakið yfirvofandi hætta í hinni nýju sérreglu í 2. tl. 1. mgr. 165. gr. sigll. Þar við bætist, að þó að skil- yrði sérreglunnar séu fyrir hendi, er ekki loku fyrir það skotið að líta við ákvörðun björgunarlauna til verðmætis hins bjargaða og annarra atvika, sem að jafnaði ber ekki að taka tillit til eftir sérreglunni. Ekki er ljóst, hver áhrif nýju björgunarreglurnar hafa á þróun rétt- arreglna um aðstoð. Áður (í 3. kafla) segir, að siglingalögum annarra Norðurlanda hafi verið breytt, m.a. í því skyni að afnema þann greinar- mun, sem gerður var á björgun og aðstoð. Ekki er unnt að fullyrða, að rífleg þóknun í aðstoðartilvikum sé úr sögunni hér á landi. Ástæða þess er sérstaða íslands vegna sérreglunnar í 2. tl. 1. mgr. 165. gr. sigll. Auk þess kemur það til, að íslensk dómvenja á þessu sviði í gildistíð eldri siglingalaga var ekki alveg sambærileg við þá dómvenju, sem var ríkjandi annars staðar á Norðurlöndum fyrir siglingalagabreytingar, er þar voru gerðar á 7. áratugnum. Framtíðin á eftir að leiða í Ijós, hvernig greitt verður úr þeirri rétt- aróvissu, sem leiðir af sérreglunni í 2. tl. 1. mgr. 165. gr. samfara „víkk- un“ björgunarhugtaksins. Gagnrýni sú, sem hér kemur fram, varðar fyrst og fremst lágatækni- leg atriði. Hins vegar er engin afstaða tekin til þess, hvort æskilegt sé að skerða bj örgunarlaun frá því, sem var eftir sigll. 1963 eða hvort ástæða hefði verið til þess að samræma björgunarreglur siglingalaga og reglurnar í 14. gr. laga nr. 18/1976 um bátaábyrgðarfélög og 12. gr. laga nr. 25/1967 um Landhelgisgæslu Islands. Ekki er heldur tekin afstaða til efnisbreytinga þeirra, sem felast í því að laga íslenskar björgunar- reglur að ákvæðum þeim, sem nágrannaríkin tóku upp í siglingalöggjöf sína á 7. áratugnum. Almennt má þó telja æskilegt, að samræmis gæti í norrænum siglingalögum. ATHUGASEMD HÖFUNDAR Eftir að ofanskráð var ritað, gerðu Samsteypa íslenskra fiskiskipa- trygginga annars vegar og Landhelgisg'æsla íslands og Landssamband íslenskra útvegsmanna hins vegar samkomulag um ákvörðun þóknunar 166
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.