Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 57
annað og síðasta uppboð samkvæmt 29. gr. nul. ef á reyndi. Slík niður- staða er þó fjarri lagi, sbr. t.d. hrd. 1985, bls. 851. Sannleikurinn er auðvitað sá að í kröfu um nauðungaruppboð felst ekkert annað en krafa um að uppboð skuli framkvæma. Ýmis atvik geta síðan komið upp meðan á uppboðsaðgerðum stendur sem gera það að verkum að veðhöfum þyki ekki fýsilegt að láta framkvæma nauð- ungarsölu að svo stöddu. Löggjöfin geymir nánari fyrirmæli um þetta úrræði uppboðsbeiðanda eða annarra veðhafa í tilefni af slíkum atvik- um og er 2. mgr. 28. gr. nul. dæmi um slíkt. Hitt er svo annað mál að hugsanlegt er að skýra framkomu veðhafa á söluþinginu sem kröfu sam- kvæmt 2. mgr. 28. gr. nul. þótt ekkert sé um það bókað sérstaklega. Þetta kynni ef til vill að eiga við ef slíkir veðhafar hafa sjálfir gert boð í eign og fleiri tilvik mætti nefna. Um þetta gilda almennar reglur um vilja- yfirlýsingar og skýringu þeirra. Telja verður þó að varlega beri að fara í slíkri túlkun því að orð 2. mgr. 28. gr. nul. eru andstæð rúmri skýringu. Við framanritað er svo loks því að bæta að í 2. mgr. 28. gr. nul. er gert ráð fyrir að í uppboðsskilmálum sé öðruvísi mælt en getur í málsgrein- inni. Þar er ljóslega átt við það að í uppboðsskilmálum séu ákvæði er heimili að slá eign án kröfu. 1 slíku tilviki þarf auðvitað ekki að setja fram kröfu samkvæmt 2. mgr. 28. gr. nul. því að salan væri nú ákveðin samkvæmt uppboðsskilmálunum sjálfum. Nú má spyrja hvaða tilgang- ur er með þessu lagaákvæði ef krafa um uppboð jafngilti kröfu skv. 2. mgr. 28. gr. nul. svo sem hæstiréttur gerir ráð fyrir? Slíkan tilgang er erfitt að sjá. Loks kemur að því atriði þai’ sem segir í dómi hæstaréttar að ákvæði 2. mgr. 28. gr. nul. eigi einungis við „ef svo stendur á sem í 1. mgr. þeirrar greinar“ segir. Þessi skýring hæstaréttar sýnist fara í bága við skýr orð 28. gr. nul. og hún er auk þess andstæð eðli málsins að þvi er best verður séð. 1. og 2. mgr. 28. gr. nul. fjalla um tvö óskyld til- vik. 1 2. mgr. er rætt um það að veðhafar sem eiga í vonum að fá hluta af uppboðsandvirði geti krafist þess að eign verði slegin hæstbjóðanda. Komi slík krafa ekki fram skuli hefja uppboðsþing. 1. mgr. 28. gr. nul. tekur hins vegar til þess tilviks að ekkert boð komi í eign eða svo lágt boð að enginn veðhafi fái nokkuð af uppboðsandvirði. I slíku tilviki skal einnig hefja uppboðsþing. Hvernig á nú að beita 2. mgr. (þegar veð- hafar eiga í vonum að fá hluta af uppboðsandvirði) um það tilvik 1. mgr. þegar sömu aðilar fá ekkert af uppboðsandvirðinu ? Það er erfitt 203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.