Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 35
í samningi, sem annaðhvort felur í sér svo hátt eða svo lágt verð, að það myndi teljast ósanngjarnt. Oftast kæmi til álita að beita 36. gr., ef krafið væri um of hátt verð, en reglan er, eins og fyrr segir, ekki ein- skorðuð við það, sbr. dóm í UFR 1977, bls. 798 (0.L.), þar sem hækk- un húsaleigu var heimiluð með stoð í 36. gr. dönsku samningaláganna. Vissulega má einnig velta því fyrir sér, hvort ástæða sé til að ætla, að beita megi 36. gr. 1. nr. 7/1936 um vaxtaákvæði í kaupsamningum. Þetta hefur einkum þýðingu, þegar skyndilegar og miklar sveiflur verða í verðlagi. 1 kaupsamningum um fasteignir er gj arnan kveðið svo á, að kaupandi skuli greiða ákveðinn hluta kaupverðsins með jöfnum greiðslum, t.d. á fjórum árum, og að greiðslur þessar skuli tryggðar með útgáfu veðskuldabréfs. Oftast mun tilgreint í kaupsamningi, að skuldin samkvæmt skuldabréfinu skuli bera vexti og vaxtafótur til- greindur. Almenna reglan mun vera sú, að skuldabréfið er gefið út og afhent við útgáfu afsals, oftast u.þ.b. ári eftir gerð kaupsamnings. Þess eru ófá dæmi úr íslenzkri hagsögu, að verðlagsbreytingar á einu ári nemi mörgum tugum prósenta. Það er því eðlilegt, að spurt sé, hver sé réttarstaða þess kaupanda, sem gerir t.d. í nóvember 1983, þegar „verðbólga" er talin 80% á ári, kaupsamning um fasteign og samþykk- ir að gefa út skuldabréf í nóvember 1984 til tryggingar greiðslu á eft- irstöðvum kaupverðsins. Gert er ráð fyrir, að skuldin samkvæmt skulda- bréfinu skuli bera 30% vexti á ári, sem á þeim tíma, sem kaupsamning- urinn er gerður, er þriðjungur af almennum útlánsvöxtum í bönkum. Þegar kemur að því að gefa út skuldabréfið í nóvember 1984, gæti „verðbólga“ verið orðin 20% á ári og almennir útlánsvextir banka verið t.d. 25%. Spurningin er, hvort þessi kaupandi gæti krafizt þess, að vaxtaákvæðinu í kaupsamningnum yrði vikið til hliðar að hluta eða því breytt. Þegar litið er til efnis 36. gr. 1. nr. 7/1936, verður ekki séð, að neitt sé því til fyrirstöðu í sjálfu sér, ef skilyrði ákvæðisins eiga við að öllu öðru leyti. I athugasemdum með 6. gr. í frumvarpi, sem síðar varð að 36. gr. 1. nr. 7/1936, segir raunar m.a. svo:25) „Regla 6. gr. frumvarps þessa er í eðli sínu undantekningarregla. Hún stendur andspænis þeim meginreglum íslenzks fjármunarétt- ar, sem áður er getið, um sanmingsfrelsið og skyldu manna til þess að standa við gerða samninga. Þess vegna er sérstök ástæða til að undirstrika það, að til þess er ætlazt, að dómstólar fari mjög varlega í beitingu reglunnar. Ohófleg beiting reglunnar væri 25) Greinargerðin, bls. 15. 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.