Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 54
Bjarnar Kristjánsson, áfrýjandi málsins, gerði m.a. þær kröfur fyrir hæstarétti að umræddu uppboðsafsali yrði hnekkt. Hann studdi kröfur sínar í fyrsta lagi þeim rökum að uppboðshaldari hefði verið búinn að samþykkja boð hæstbjóðanda en síðan rift kaupunum. Hann hefði því átt samkvæmt 1. mgr. 35. gr. nul. að boða uppboðsaðila á dómþing og gefa þeim kost á að krefjast uppboðs að nýju. Honum hefði því verið óheimilt að semja um uppboðskaupin við næsthæstbjóðanda, Jón Odds- son, eins og hann gerði. Hæstiréttur komst hér að þeirri niðurstöðu að fyrrnefnt bréf upp- boðshaldara frá 11. febr. 1985 yrði að skilja á þann veg að uppboðshald- ari hefði með því gefið hæstbjóðanda kost á því að boði hans yrði tekið ef hann sýndi að hann gæti og vildi standa við það fyrir 25. febr. Þetta hefði hæstbjóðandi ekki gert og því hefði uppboðshaldara verið rétt að hafna boði hæstbjóðanda og taka næsthæsta boði, þ.e. boði Jóns Odds- sonar. Við þessa niðurstöðu hæstaréttar er rétt að gera þessar athuga- semdir: 1) 1 uppboðsskilmálum þeim sem lágu til grundvallar uppboðinu voru venjuleg ákvæði um það að kaupandi borgi um leið og boð hans er samþykkt 1,4 hluta uppboðsverðs og sama gildir um kostnað af upp- boðinu. Síðan ber honum að greiða eftirstöðvar kaupverðsins. Það er greinilegt að hæstiréttur telur að uppboðshaldari hafi ekki verið búinn að samþykkja boð hæstbjóðanda því að fyrrgreind orð dómsins eru bein- línis á þessu reist. Réttmæti þessarar niðurstöðu verður að vísu að draga í efa því að nærri liggur að líta svo á að bréf uppboðshaldara frá 11. febr. 1985 til hæstbjóðanda feli í sér staðfestingu á samþykki af hans hálfu. En hvað sem því líður er engu að síður einni spurningu ósvarað. Hún er þessi: Hvaðan kom hæstbjóðanda skylda til þess að standa við upp- boðsskilmálana og þá væntanlega einkum að greiða þá útborgun sem fyrr er greind ef boð hans hafði ekki verið samþykkt? I engu er vikið að þessu mikilvæga atriði í dóminum. 2) 1 2. mgr. 19. gr. nul. er svofellt ákvæði: „Geta skal þess í upp- boðsskilmálum, ef frest skal taka til samþykkis eða synjunar á boði, og hversu langur sá frestur skuli vera“. Ekkert slíkt ákvæði var í upp- boðsskilmálum þeim sem lágu til grundvallar í máli þessu. Eðlilegt hefði verið að þetta ákvæði hefði fengið umfjöllun í dómi hæstaréttar miðað við málsatvik þar sem lagaákvæðið víkur beinlínis að því vandamáli sem var til úrlausnar. Sú varð þó ekki raunin á. 200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.