Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Síða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Síða 31
Sama viðmiðun er lögð til gfundvallar í reglum laga nr. 56/1978, einkum 1. mgr. 1. gr., en þessi lög eru opinbers réttar eðlis. Orðið „ósanngjarn“ er einnig að finna í ýmsum öðrum lagareglum, sem beitt hefur verið af dómstólum.22) Með tilvísun til ofanritaðs fæ ég ekki séð, að varhugavert sé að nota hugtökin „ósanngjarn“ eða „andstætt góðri viðskiptavenju“ í 36. gr. 1. nr. 7/1936. Það kann þvert á móti að vera kostur, enda veitir ákvæð- ið þannig orðað dómstólum tækifæri til þess að breyta kröfum til efn- is samninga í samræmi við almenn viðhorf á hverjum tíma. Það verður ekki heldur séð af þeim dönsku dómum, sem reifaðir eru í kafla 9 hér á eftir, að skýring á hugtakinu „urimelig" í 36. gr. dönsku samningalaganna hafi verið vandkvæðum bundin. 4.2. Hvenær kemur helzt til álita að beita 36. gr.? Reynt hefur verið að setja fram almennar leiðbeiningarreglur um það, hvenær helzt komi til álita að beita reglu 36. gr. 1. nr. 7/1936.2 3) Þeir flokkar tilvika, sem um er að ræða, eru þessir helztir: 4.2.1. Samningar andstæðir ófrávíkj anlegum réttarreglum eða reglum, sem leiddar eru af þeim, t.d. fyrir lögjöfnun, en verða samt ekki ógildir með stoð í hinum ófrávíkjanlegu réttarreglum. Hér er einkum átt við samninga, þar sem verið er að reyna að fara í kringum efni ófrávíkjan- legra réttarreglna, t.d. með því að kaupsamningur er kallaður leigu- samningur eða kaupleigusamningur eða öfugt. 4.2.2. Þá má nefna samninga, þar sem öðrum samningsaðiljanum er selt sjálfdæmi um ýmis þýðingarmikil atriði í réttarsambandinu. Hér er t.d. átt við tilvik eins og það, þegar annar aðilinn er bundinn við tilboð sitt í óeðlilega langan tíma, á meðan hinn aðilinn er e.t.v. óbundinn með öllu. 4.2.3. Loks má nefna samninga, þar sem vanefndaheimildir eru takmarkað- ar eða auknar með þeim hætti, að það verður að teljast ósanngjarnt. 22) Sjá Þorgeir Örlygsson í Tímariti lögfræðinga, 2. hefti 1986, bls. 107 og 108, en einnig má vísa til töflu á bls. 97-98. 23) Sjá t.d. SOU 1974:83 Generalklausul i förmögenhetsratten, bls. 131-162. Jafnframt má vísa í tilvitnaða grein Viðars Más Matthíassonar í Ulfljóti, bls. 63-66. 177

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.