Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 31
Sama viðmiðun er lögð til gfundvallar í reglum laga nr. 56/1978, einkum 1. mgr. 1. gr., en þessi lög eru opinbers réttar eðlis. Orðið „ósanngjarn“ er einnig að finna í ýmsum öðrum lagareglum, sem beitt hefur verið af dómstólum.22) Með tilvísun til ofanritaðs fæ ég ekki séð, að varhugavert sé að nota hugtökin „ósanngjarn“ eða „andstætt góðri viðskiptavenju“ í 36. gr. 1. nr. 7/1936. Það kann þvert á móti að vera kostur, enda veitir ákvæð- ið þannig orðað dómstólum tækifæri til þess að breyta kröfum til efn- is samninga í samræmi við almenn viðhorf á hverjum tíma. Það verður ekki heldur séð af þeim dönsku dómum, sem reifaðir eru í kafla 9 hér á eftir, að skýring á hugtakinu „urimelig" í 36. gr. dönsku samningalaganna hafi verið vandkvæðum bundin. 4.2. Hvenær kemur helzt til álita að beita 36. gr.? Reynt hefur verið að setja fram almennar leiðbeiningarreglur um það, hvenær helzt komi til álita að beita reglu 36. gr. 1. nr. 7/1936.2 3) Þeir flokkar tilvika, sem um er að ræða, eru þessir helztir: 4.2.1. Samningar andstæðir ófrávíkj anlegum réttarreglum eða reglum, sem leiddar eru af þeim, t.d. fyrir lögjöfnun, en verða samt ekki ógildir með stoð í hinum ófrávíkjanlegu réttarreglum. Hér er einkum átt við samninga, þar sem verið er að reyna að fara í kringum efni ófrávíkjan- legra réttarreglna, t.d. með því að kaupsamningur er kallaður leigu- samningur eða kaupleigusamningur eða öfugt. 4.2.2. Þá má nefna samninga, þar sem öðrum samningsaðiljanum er selt sjálfdæmi um ýmis þýðingarmikil atriði í réttarsambandinu. Hér er t.d. átt við tilvik eins og það, þegar annar aðilinn er bundinn við tilboð sitt í óeðlilega langan tíma, á meðan hinn aðilinn er e.t.v. óbundinn með öllu. 4.2.3. Loks má nefna samninga, þar sem vanefndaheimildir eru takmarkað- ar eða auknar með þeim hætti, að það verður að teljast ósanngjarnt. 22) Sjá Þorgeir Örlygsson í Tímariti lögfræðinga, 2. hefti 1986, bls. 107 og 108, en einnig má vísa til töflu á bls. 97-98. 23) Sjá t.d. SOU 1974:83 Generalklausul i förmögenhetsratten, bls. 131-162. Jafnframt má vísa í tilvitnaða grein Viðars Más Matthíassonar í Ulfljóti, bls. 63-66. 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.