Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 47
UFR 1979, bls. 232 (0.L.). Leif Meller mod Borge L. Nielsen, Verner 0. Nielsen, Ellen M. Pedersen, Birthe Petersen og Karsten Schmidt. I skilmálum 4 veðskuldabréfa voru ákvæði þess efnis, að við eigenda- skipti á hinni veðsettu eign skyldu nýir eigendur inna af hendi afborg- un af bréfum innan tveggja mánaða frá afhendingu. Kaupendur N inntu greiðslu þessa ekki af hendi fyrr en 5 mánuðum eftir afhendingu, en þá hafði eigandi skuldabréfanna nýverið gjaldfellt þau vegna van- efnda. I dómi var talið, að N gæti ekki borið fyrir sig ákvæði 36. gr. samnl., og var því fallizt á kröfu L um greiðslu allra skuldabréfanna. UFR 1980, bls. 917 (V.L.). Forsikringsselskabet Plansikring G/S mod Peter S. Petersen. Eftir að tillaga frá Neytendanefndinni („forbrugerkommissionen") hafði komið fram í þá veru að breyta dönsku vátryggingarsamnl. þann- ig, að tryggingarsamningar við neytendur skyldu ekki vera nema til 1 árs í senn, sneri Samband tryggingarfélaga sér til félaga sinna með áskorun um að gera slíka vátryggingarsamninga framvegis einungis til eins árs og að taka til greina uppsagnir á langtímasamningum við neytendur, þó að vátryggingartímabili væri ekki lokið. Tryggingarfélagið F hafði selt P tryggingu gegn tjóni af völdum hagléls á jörð hans. Samningur þessi var til 10 ára og neitaði F að taka uppsögn P til greina fyrr en að þeim tíma liðnum. 1 dómi var tal- ið, að víkja bæri gildistímaákvæði skilmálanna til hliðar, þar eð þau brytu gegn 36. gr. samnl. UFR 1981, bls. 300 (H). Aage V. Jensen mod Gulf Oil A/S. Olíufélagið G leigði land af A vegna hluta starfseminnar. Til trygg- ingar leigugreiðslum veitti G lán til J, og skyldu afborganir og vextir svara til leigunnar. Til tryggingar láninu veðsetti J eina af fasteignum sínum. Leigusamningnum var slitið og reis ágreiningur um ástæður þess. J hugðist selja hina veðsettu eign og krafðist veðbandslausnar gegn því að léggja fram bankaábyrgð. G synjaði. I dómi var talið, að J hefði verulega hagsmuni af því að fá veðbandslausn og að synjun G byggðist eingöngu á þeim tilgangi félagsins að þvinga J í væntanlégu uppgjöri. Með tilvísun til 36. gr. samnl. var dæmt, að G væri skylt að veitta veðbandslausn gegn bankaábyrgð. UFR 1981, bls. 609 (0.L.). Poul Kirchheiner mod Jorgen Boisen Juhl. Sambærilegt mál við UFR 1979, bls. 232. Niðurstaðan varð hin sama. 193
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.