Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 47
UFR 1979, bls. 232 (0.L.). Leif Meller mod Borge L. Nielsen, Verner 0.
Nielsen, Ellen M. Pedersen, Birthe Petersen og Karsten Schmidt.
I skilmálum 4 veðskuldabréfa voru ákvæði þess efnis, að við eigenda-
skipti á hinni veðsettu eign skyldu nýir eigendur inna af hendi afborg-
un af bréfum innan tveggja mánaða frá afhendingu. Kaupendur N
inntu greiðslu þessa ekki af hendi fyrr en 5 mánuðum eftir afhendingu,
en þá hafði eigandi skuldabréfanna nýverið gjaldfellt þau vegna van-
efnda. I dómi var talið, að N gæti ekki borið fyrir sig ákvæði 36. gr.
samnl., og var því fallizt á kröfu L um greiðslu allra skuldabréfanna.
UFR 1980, bls. 917 (V.L.). Forsikringsselskabet Plansikring G/S mod
Peter S. Petersen.
Eftir að tillaga frá Neytendanefndinni („forbrugerkommissionen")
hafði komið fram í þá veru að breyta dönsku vátryggingarsamnl. þann-
ig, að tryggingarsamningar við neytendur skyldu ekki vera nema til 1
árs í senn, sneri Samband tryggingarfélaga sér til félaga sinna með
áskorun um að gera slíka vátryggingarsamninga framvegis einungis
til eins árs og að taka til greina uppsagnir á langtímasamningum við
neytendur, þó að vátryggingartímabili væri ekki lokið.
Tryggingarfélagið F hafði selt P tryggingu gegn tjóni af völdum
hagléls á jörð hans. Samningur þessi var til 10 ára og neitaði F að
taka uppsögn P til greina fyrr en að þeim tíma liðnum. 1 dómi var tal-
ið, að víkja bæri gildistímaákvæði skilmálanna til hliðar, þar eð þau
brytu gegn 36. gr. samnl.
UFR 1981, bls. 300 (H). Aage V. Jensen mod Gulf Oil A/S.
Olíufélagið G leigði land af A vegna hluta starfseminnar. Til trygg-
ingar leigugreiðslum veitti G lán til J, og skyldu afborganir og vextir
svara til leigunnar. Til tryggingar láninu veðsetti J eina af fasteignum
sínum. Leigusamningnum var slitið og reis ágreiningur um ástæður
þess. J hugðist selja hina veðsettu eign og krafðist veðbandslausnar
gegn því að léggja fram bankaábyrgð. G synjaði. I dómi var talið, að
J hefði verulega hagsmuni af því að fá veðbandslausn og að synjun G
byggðist eingöngu á þeim tilgangi félagsins að þvinga J í væntanlégu
uppgjöri. Með tilvísun til 36. gr. samnl. var dæmt, að G væri skylt að
veitta veðbandslausn gegn bankaábyrgð.
UFR 1981, bls. 609 (0.L.). Poul Kirchheiner mod Jorgen Boisen Juhl.
Sambærilegt mál við UFR 1979, bls. 232. Niðurstaðan varð hin sama.
193