Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 33
eða samning'sákvæðum hafi verið vikið til hliðar á þessum forsendum. Raunar virðast dómstólar telja sig hafa býsna rúmar heimildir til að taka afstöðu hverju sinni, og er rökstuðningur á stundum nokkuð sér- stæður. Þannig má nefna sem dæmi tvo dóma, þar sem sakarefnið í báðum tilvikum tengdist bruna í vörugeymslum H.F. Eimskipafélags Islands, er varð 30. ágúst 1967. I öðru tilvikinu, þ.e. HRD XL (1969), bls. 820, krafði Efnagerð Reykjavíkur h.f. (stefnandi) um bætur vegna varnings, er félagið átti í vöruskálanum og eyðilágðist því í brunanum. H.F. Eimskipafélag Islands (stefndi) hafði undanþegið sig ábyrgð á vörum, sem geymdar voru í vöruskálum félagsins. I héraðsdómi var lögð áherzla á, að stefnanda hefði verið um það kunnugt, að stefndi hefði undanþegið sig bótaábyrgð og jafnframt, að stefnandi hefði þess vegna í gegnum árin móttekið áskoranir frá stefnda um að tryggja vörur í vöruskálum félagsins. Þá var talið, að fyrirvarinn um undan- þágu frá bótaábyrgð væri ekki „óeðlilegur" (sama orðalag og notað er í HRD XXXII (1961), bls. 720, þar sem reyndi á sams konar undan- þágu frá bótaábyrgð og niðurstaðan varð hin sama). Á þessum grund- velli taldi héraðsdómur, að ekki bæri að „víkja til hliðar“ umræddum fyrirvara. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms með þessari viðbót: „Það eru eigi upp komin slík mistök af hendi stefnda, sem berum orð- um hafði undanþegið sig ábyrgð á bruna, að honum verði dæmt áfall í máli þessu.“ I hinu tilvikinu, þ.e. HRD XLVI (1975), bls. 1011, krafði einstakl- ingur G um bætur vegna búslóðar, sem hann hafði flutt með H.F. Eim- skipafélagi Islands (stefndi) og eyðilagðist í nefndum bruna. I dómi Hæstaréttar er lögð áherzla á, að hvorki G né nokkur á hans vegum hafi fengið í hendur skilríki um flutningsskilmála, þar sem undan- þágan kom fram, né heldur hafi G mátt vera um undanþáguna kunnugt af öðrum ástæðum. Síðan segir: „Að svo vöxnu máli getur stefndi ekki borið fyrir sig þau ákvæði farmskírteinisins, sem ganga lengra að leysa hann undan ábyrgð á varningnum en leiða má af meginreglum íslenskra laga. Samkvæmt 99. gr. siglingalaga, nr. 66/1963 ber farmflytjanda að bæta tjón á farmi, sem er í umsjá hans á skipi eða á landi, nema ætla megi, að hvorki hann né neinn maður, sem hann ber ábyrgð á, eigi sök á tjóninu. Opinber rannsókn fór fram végna brunans í vörugeymsluhúsi stefnda. Liggja þau gögn fyrir í málinu. Þau leiða ekki í ljós, að loku sé fyrir það skotið, að starfsmenn stefnda eigi sök á brunanum.“ 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.