Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 27
verzlun H á meðan hún dvaldist á Islandi. Síðar var þessum samn- ingi breytt þannig, að J var einungis óheimilt að vinna hjá öðrum eða taka starf hjá öðrum í Reykjavík og nágrenni og í Hafnar- firði. J sagði upp samningi sínum við H og stofnsetti sitt eigið fyrirtæki á sama starfssviði og fyrirtæki H. H höfðaði mál á hendur J og krafðist þess, að J yrði gert að hætta hinni sjálfstæðu starfsemi sinni, að viðlögðum dagsektum, og að auki krafðist H skaðabóta fyrir samningsrof J. I dómi Hæstaréttar í máli þessu var talið, að hið ótímabundna at- vinnubann væri of víðtækt. Var með tilvísun til 37. gr. 1. nr. 7/ 1936 talið hæfilegt, að atvinnubannið stæði í eitt ár. Síðan segir: „En þar sem aðaláfrýjandi hefir rekið saumastofu sína, að því er virðist, 8-9 mánuði og hún er því væntanlega bundin við samn- inga um húsnæði og við starfsstúlkur m.fl., þá þykir, eins og á stendur, rétt að taka til greina þrautavai'akröfu hennar að því leyti, að hún verði dæmd til að greiða gagnáfrýjanda bætur fyr- ir tjón, er telja má hana bíða sakir brots aðaláfrýjanda á oft- nefndu atvinnubanni. Þykja þær bætur hæfilega metnar 3 000 krónur. Séu þær að fullu greiddar innan 3 mánaða frá birtingu dóms þessa. Annars kostar skal aðaláfrýjanda vera óheimilt að íæka sjálf eða starfa á samskonar saumastofu sem hún vann á hjá gagnáfrýjanda í Reykjavík eða nágrenni hennar eða í Hafn- arfirði eitt ár talið frá lokum greiðslufrests áðurnefndra 3 000 króna.“ Að auki var J gert að greiða H bætur að fjárhæð kr. 1 000 vegna annarra atvika. Hið nýja ákvæði 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 um að dómstólar hafi heimild til að breyta samningsákvæði, að vissum skilyrðum uppfylltum, felur því tæpast í sér neitt efnislegt nýmæli í íslenzkum rétti. Þess má geta hér, að ógildingarregla sú, sem lögfest var í Danmörku, veitti samkvæmt orðanna hljóðan ekki heimild til að breyta samningi, heldur einungis til að víkja honum til hliðar að öllu leyti eða að hluta.13) Danskir dómstólar hafa allt að einu talið, að breyta mætti samningum með stoð í 36. gr. samningalaganna. Má sem dæmi nefna dóm í UFR 1984, bls. 649 (0.L.), sbr. reifun á bls. 196 og 197. Niðurstaðan í þessum 13) Danska rtkvæðið liljóðar svo: „En aftale kan tilsidesættes helt eller delvis, hvis det vil være urimeligt eller i strid med redelig handlemáde at g0re den gældende. Det samme gælder andre retshandler. Ved avg0relsen eftir stk 1 tages hensyn til forholdene ved aftalens indgáelse, aftalens indhold og senere indtrufne omstændigheder." 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.