Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 17
launanefnd (og einnig siglingalaganefnd) „ekki rétt að hverfa að ráði frá núgildandi grundvallarreglum um björgun.“ Telur nefndin, að enn „sé þörf fyrir þann hvata til björgunar verðmæta á sjó, sem í björgun- arreglunum felst, og að ekki megi .. . veikja þann stofn um of, þótt ein- stakar greinar hans verði eitthvað skertar.“ Auk þess tekur nefndin fram, að ráðlegt sé að hafa verulegt samræmi með íslenskum lagaregl- um og björgunarréglum annarra Norðurlanda (Alþt. 1984 A, bls. 1042.) 6. SKIPTING BJÖRGUNARLAUNA Almenna reglan um skiptingu björgunarlauna er í 168. gr. Hún er efnislega óbreytt frá því, sem áður var. Hins vegar voru miklar breytingar gerðar á reglunum um það, hvern- ig skipta beri björgunarlaunum milli skipstjóra, annarra skipverja og útgerðarmanns skips, sem bjargar einhverju á ferð sinni. Um það fjall- ar 169. gr. sigll. Meginreglur greinarinnar eru frávíkjanlegar að öðru leyti en því, að samningsákvæði um, að skipstjóri eða aðrir skipverjar skuli hafa minni hlut af björgunarlaunum en kveðið er á um í 2. mgr. 169. gr., eru almennt ógild, sjá nánar 5. mgr. 169. gr. Breytingar á reglum um skiptingu björgunarlauna frá eldri lögum eru flestar gerðar að norrænni fyrirmynd, einkum virðist farið eftir dönsku siglingalögunum. Verður fyrst vikið að þeim breytingum, sem eiga sér hliðstæðu annars staðar á Norðurlöndum. Áður (í 3. kafla) var skýrt frá breytingum á hlutdeild aðila í heild- arbjörgunarlaunum, þegar skip bjargar. Þær eru í stuttu máli þessar: Hlutur útgerðarmanns er nú 60,00%, en var áðui' 66,66% — skipstjóra — 13,33% — 16,66% — skipverja — 26,66% — 16,66% Reglur um fé það, sem útgerðarmaður, farmeigendur (og eftir at- vikum fleiri) fá af óskiptum launum, taka til fleiri þátta en áður. Til viðbótar skaðabótum fyrir tjón á skipi, farmi og öðrum munum á skipi kemui' nú greiðsla af óskiptum bj örgunarlaunum á útgjöldum vegna eldsneytis og launa skipverja, sjá nánar 1. mgr. 169. gr. (í 1. mgr. 12. gr. laga nr. 25/1967 um Landhelgisgæslu Islands er svipað ákvæði um forgang vegna sérstakra björgunarútgjalda.) Hagræði útgerðarmanns af þessu nýmæli vegur á móti því, að almennur hlutur hans gagnvart hlut áhafnar minnkar úr % hlutum í % hluta. Nýmælið getur aukið mikið hlut útgerðarmanns gagnvart áhöfn, t.d. ef veruleg lækkun verð- ur á fjárhæð björgunarlauna í tilvikum, sem sérreglan í 2. tl. 1. mgr. 165. gr. tekur til. 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.