Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 40
ig, að ákvæðin ættu efnislega við. Var og talið áður, að beita bæri hin- um sérstöku ógildingarreglum, ef þær ættu efnislega við, en ekki 32. gr. (nú 33. gr.) laganna, þótt það ákvæði taki einnig til tilviksins, sbr. HRD LI (1980), bls. 1415 og dóm í UFR 1981, bls. 1070 (0.L.). 6.5. Atvik, sem síðar komu til. Þá ber að líta til atvika, sem síðar komu til. Að þessu leyti víkur ákvæðið mjög frá reglum 28.-32. gr. 1. nr. 7/1936, en þau ákvæði taka mið af því tímamarki, er greinir í 38. gr. laganna. Samkvæmt 38. gr. er huglæg afstaða loforðsmóttakanda miðuð við það tímamark, er lög- gerningur kom til vitundar honum, eða í undantekningartilvikum eftir það tímamark og þar til löggerningurinn hafði áhrif á ráðstafanir hans. Atvik, sem síðar koma til og hafa áhrif á vitneskju loforðsmóttakanda, skipta almennt ekki máli. Á ýmsum sérsviðum giltu ákvæði frábrugðin þessu, þ.e. vitneskja loforðsmóttakanda var ekki miðuð við sérstök tímamörk. Ákvæði þessi voru afnumin með 9. gr. 1. nr. 11/1986. Má sem dæmi um þetta nefna 34. gr. 1. nr. 20/1954 um vátryggingarsamn- inga, 29. gr. höfundalaga nr. 73/1972, 11. gr. 1. 44/1979 um húsaleigu- samninga og 2. mgr. 2. gr. 1. nr. 75/1917 um útmælingar lóða í kaup- stöðum, löggiltum kauptúnum o.fl. Væri þessum reglum beitt, var heim- ilt að taka tillit til atvika, sem síðar komu til, þ.e. atvika, sem komu til eftir það tímamark, sem 38. gr. 1. nr. 7/1936 tilgreinir. Ekki var hins vegar til að dreifa almennri heimild í settum lögum til þess að víkja frá 38. gr. 1. nr. 7/1936, en sú régla er ófrávíkjanleg, sbr. 1. gr. laganna. Engu að síður hafa fræðimenn og dómstólar litið svo á, að með stoð í reglum um brostnar forsendur væri heimilt að víkja samningi til hliðar, að öllu leyti eða hluta, þó svo að samningur- inn væri ekki ógildanlegui' með stoð í reglum laga nr. 7/1936. Almennt hafa fræðimenn gert mjö'g strangar kröfur til þess, að forsendubrestur eigi að hafa áhrif á efndaskyldu samningsaðilja. Að auki hefur það verið mjög umdeilt, hvaða kröfur ætti í raun að gera. Menn hafa þó verið sammála um, að þremur skilyrðum þurfi að vera fullnægt til þess, að forsendubrestur geti haft áhrif á efndaskyldu samningsaðilja, en deilt er um efni síðasta skilyrðsins.33) Þeirri deilu verður ekki lýst hér, en almennt eru skilyrðin talin þessi: I fyrsta lagi hefur verið talið, að forsendur þurfi að hafa verið veru- legar eða ákvarðandi. 33) Sjá t.d. A. Vinding Kruse: Ejendomsk0b, bls. 67 og áfr. 186
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.