Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 56
málsgr. 21. gr. ségir, fær nokkuð af uppboðsandvirði, og hefur upp- boðshaldari þá uppboðsþing". Ákvæði 2. mgr. hljóðar svo: „Rétt er hverjum þeim, er í 1. málsgr. getur og á í vonum að fá hluta af upp- boðsandvirði, að krefjast þess, að eign verði slegin hæstbjóðanda, nema sýnilegt megi telja, að hann geti ekki fullnægt uppboðsskilmálum, enda sé þar ekki öðruvísi mælt. Ef engin slík krafa kemur fram, skal hefja uppboðsþing.“ Þeir aðilar sem skírskotað er til í 1. mgr. 21. gr. nul. eru einkum veð- hafar sem eiga gjaldfallnar kröfur á hendur uppboðsþola og eru aðilar uppboðsmáls. Verða þeir einfaldlega nefndir veðhafar hér á eftir. Verður nú fjallað um þau orð hæstaréttar að krafa um uppboð á eign feli í sér kröfu um að eign verði seld ef fullnægjandi boð fæst. Ber þá fyrst að hafa í huga að orð 2. mgr. 28. gr. nul. eru skýr um það að krefjast verði að eign sé slegin hæstbjóðanda og að hefja skuli uppboðs- þing ef engin slík krafa kemur fram. Um þetta verður tæpast deilt. Er þá næst rétt að kanna lagarökin fyrir þeirri reglu sem fram kemur í 2. mgr. 28. gr. nul. Þau eru að ýmis atvik geta komið upp í meðferð upp- boðsmáls sem gera það að verkum að það kann að vera álitamál fyrir veðhafa með gjaldfallna kröfu hvort hann skuli krefjast þess að eign sé slegin hæstbjóðanda. Má vel vera að þessar aðstæður valdi því að fýsilegri kostur sé að hefja uppboðsmál og byrja uppboðsaðgerðir á nýjan leik eða freista þess að koma fram þriðja uppboði skv. 2. mgr. 29. gr. nul. Þetta gæti í fyrsta lagi átt við þegar boð hæstbjóðanda er mun lægra en sannvirði eignar sem boðin er upp. Slík staða virðist einmitt oft koma upp hér á landi við nauðungarsölur. Er t.d. víst að veðhafi sem fengið hefur upp í kröfu sína að mestu leyti með boði hæst- bjóðanda vilji láta slá honum eign ef boð hans er í engu samræmi við verð eignarinnar? Með slíkri afstöðu myndi veðhafinn baka uppboðs- þola og e.t.v. öðrum veðhöfum tjón. Bæði lagasjónarmið (32. gr. nul.) og siðferðissjónarmið gætu mælt á móti slíkri afstöðu af hans hendi. Verð- ur og að hafa í huga í þessu sambandi að íslensk lög hafa ófullkomin og úrelt úrræði miðað við lög nágrannaríkjanna til að hindra ósanngjarn- ar nauðungarsölur af þessu tagi. Nefna má sem annað dæmi um þetta að veðhafi teldi undirbúning eða framkvæmd uppboðsins hafa verið ólög- mæta með einhverjum hætti. 1 þeirri stöðu væri ekki ráðlegt að gera kröfu í samræmi við 2. mgr. 28. gr. nul. Slík krafa gæti hreinlega farið í bága hagsmuni hans, t.d. gæti falist í henni afsal áfrýjunarréttar. 1 þriðja lagi má nefna að með sömu röksemdafærslu og hæstiréttur beitir mætti segja að krafa um uppboð á eign feli einnig í sér kröfu um 202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.