Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 46
UFR 1979, bls. 168 (H). Anders Ellegaard Andersen mod Aktiesel-
skabet Jyske Bank.
Hópur manna H stofnaði hlutafélagið A. Bankinn J lánaði A fé og
ábyrgðist erlenda lántöku að auki. H tók á sig sjálfskuldarábyrgð á
skuldbindingum A gagnvart J. A varð gj aldþrota og við það var rekstur
félagsins seldur B. Þá sömdu H og J um, að H greiddi hluta ábyrgðanna,
en eftirstöðvarnar skyldi B yfirtaka sem aðalskuldari, en H vera áfram
í sjálfskuldarábyrgð. Síðar veitti J greiðslufrest á greiðslum B, án sam-
ráðs við H. Þar kom, að B stöðvaði greiðslur á lánunum til J. Gekk þá J
að H á grundvelli sjálfskuldarábyrgðarinnar.
Af hálfu H var krafizt lækkunar á kröfu J. Dómurinn taldi, að með
hliðsjón af því, að greiðslufresturinn til B hefði ekki aukið skuldbind-
ingar H og með hliðsjón af atvikum að öðru leyti, væru ekki efni til að
lækka kröfuna með stoð í 36. gr. samnl.
UFR 1979, bls. 212 (V.L.). John Rojkjær mod Erik Velling.
E hafði starfað á fasteignasölu J. Við ráðningu höfðu þeir samið um,
að ef E hætti störfum, skyldi honum óheimilt að stunda fasteignasölu
í sveitarfélaginu H í 1 ár og óheimilt að eiga viðskipti við viðskiptamenn
J hvar sem þeir væru í 2 ár. Þegar E hætti störfum, féll J frá fyrra at-
riðinu. Fyrir lá, að í tveimur tilvikum braut E síðari hluta samkomu-
lagsins fyrstu tvö árin eftir ráðningarslitin. 1 dómi var ekki talið, að
samkomulagið skerti um of aflahæfi E. Var því ekki talin ástæða til að
lækka skaðabótakröfu J, að fjárhæð 10.000 Dkr., með tilvísun til 36. gr.
samnl.
UFR 1979, bls. 225 (0.L.). Erik Rosendal mod Norbert Marx.
S var arkitekt og stundaði fasteignaviðskipti. Hann seldi K, verka-
manni, hús, sem áður var í eign S, fyrir 850.000 Dkr. S var ljóst, að K
og kona hans áttu eignir að verðmæti 40.000 Dkr., en höfðu saman í árs-
tekjur 160.000 Dkr. Þegar K gat ekki staðið í skilum með hluta kaup-
verðsins, höfðaði S mál til heimtu þess. K krafðist þess, að samningurinn
yrði felldur úr gildi með tilvísun til 36. gr. samnl. Dómurinn taldi vafa-
laust, að S, sem vissi um eignir og tekjur K, hefði vitað eða mátt vita,
að K gat ekki efnt samningsskyldur sínar. Jafnframt var sannað, að
S hafði ekki gefið K nákvæmar upplýsingar um kostnað þann, sem
fylgdi því að búa í húsinu auk þess sem ýmis atriði voru röng í upp-
gjöri S. Með stoð í þessu var samningurinn á grundvelli 36. gr. samnl.
felldur úr gildi að öllu leyti.
192