Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Side 53

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Side 53
M vettvangi domsmála Stefán M. Stefánsson prófessor: DÓMUR HÆSTARÉTTAR 13. MAÍ 1986 Hinn 26. október 1982 barst uppboðshaldaranum í Hafnarfirði og Garðakaupstað beiðni um að fasteignin Ásbúð 42 í Garðakaupstað, eign Bjarnars Kristjánssonar, yrði seld á nauðungaruppboði. Beiðnin var tekin fyrir í uppboðsrétti þann 18. febr. 1983 en síðan var málinu frest- að nokkrum sinnum. Þann 27. júní 1984 var tekið fyrir að selja eignina á nauðungaruppboði. Lauk því uppboði á þeim degi. Eftir fyrra upp- boð var ákveðið að fram færi annað og síðasta uppboð á fasteigninni. Málið var síðan tekið fyrir nokkrum sinnum en þann 29. nóvember 1984 var haldið annað og síðara uppboð á eigninni. Höfðu uppboðsrétti þá borist fleiri uppboðsbeiðnir, m.a. frá Jóni Oddssyni. Á uppboði þessu komu fram boð í eignina frá Magnúsi Ragnari Bjarnarssyni, syni eig- andans, að fjárhæð kr. 2.330.000 og frá Jóni Oddssyni, sem átti næst- hæsta boð, kr. 2.300.000. 1 hæstarétti var upplýst að brunabótamat hinnar seldu eignar næmi kr. 7.444.000 þegar málflutningur fór fram. Með bréfi Jóns Oddssonar til uppboðshaldara 18. janúar 1985 til- kynnti Jón að boð hans stæði enn og að hann vænti þess að því yrði tekið ef hæstbjóðandi stæði ekki við sitt boð. Hinn 11. febrúar sama ár ritaði uppboðshaldari Mágnúsi Ragnari Bjarnarssyni bréf og til- kynnti honum að ef hann hefði ekki staðið við uppboðsskilmálana fyrir 25. sama mánaðar myndi hann, að þeim fresti liðnum, taka næsthæsta boði í eignina eða auglýsa uppboð á henni. Er nú skemmst frá því að segja að Magnús Ragnar Bjarnarsson sinnti umræddu bréfi ekki og að uppboðshaldari lýsti því yfir að boði næsthæstbjóðanda væri tekið. Var síðan gefið út uppboðsafsal til Jóns Oddssonar enda hafði hann þá staðið í skilum eins og lög stóðu til. 199

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.