Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 39
af þeim, að rök geti verið fyrir annarri áhættuskiptingu en ella, þegar tvö „fyrirtæki" eig'a í hlut, og gera má mun meiri kröfur til þess, að „fyrirtæki“ meti sjálf nánar en „neytendur" allar aðstæður við samn- ingsgerð og sjái fremur fyrir líkur á réttum efndum samnings og af- leiðingar vanefnda. Þetta er engin nýlunda, og má benda á ákvæði laga nr. 39/1922, sem gera í mörgum tilvikum strangari kröfur í verzlunar- kaupum, þ.e. til „kaupmanna“, en það hugtak er skilgreint í 2. mgr. 4. gr. laganna. Sú skilgreining er vissulega ekki ósvipuð skilgreiningu þeirri á orðinu „fyrirtæki", sem sett er fram hér á undan. Með hliðsjón af framanrituðu má í stuttu máli segja, að 36. gr. er ekki einskorðuð við réttarsamband, þar sem annar aðiljinn er „neyt- andi“, en að líkindum þai'f minna til að koma í slíkum tilvikum en ella, til þess að ákvæðið eigi við. 6.4. Atvik við samningsgerð. Þá ber að líta til atvika við samningsgerðina. 1 athugasemdum með 6. gr. frumvarpsins, er síðar varð að lögum nr. 11/1986, segir svo um þetta atriði:32) „Að því er atvik við samningsgerð varðar er þess að geta, að regl- ur 28.-32. gr. samningalaganna og regla 7. gr. laga nr. 58/1960 veita nú þegar heimildir til þess að ógilda samning ef tiltekin (eða ótiltekin, sbr. 32. gr.) atvik voru fyrir hendi, þegar loforðið var gefið, og loforðið var gefið végna þeirra. Rétt er hins vegar að hafa það í huga, að aðstæður eru ekki alltaf eins augljósar eða ótvírætt sannaðar og hin tilvitnuðu lagaákvæði krefjast. Eigi að síður getur verið ósanngjarnt að bera slíkan samning fyrir sig. Það er einkum í slíkum tilvikum sem régla 6. gr. frumvarpsins gæti átt við að þessu leyti. Er í því sambandi rétt að hafa í huga að ofangreindar reglur í 28.-32. gr. samningalaganna eru ekki tæmandi um möguleika til þess að ógilda löggerninga, svo sem kemur fram í athugasemdum þeim er fylgdu frumvarpi til samn- ingalaganna á sínum tíma.“ Við þetta má bæta því, að ógildingarreglur III. kafla 1. nr. 7/1936 eru enn í gildi, auk þess sem reglan í 7. gr. 1. 58/1960 hefur verið flutt í 31. gr. laganna, sbr. 1. gr. 1. nr. 11/1986. Þó svo að slá megi því föstu, að reglan í 36. gr. taki að líkindum til allra tilvika, sem falla undir önn- ur ákvæði, verður að telja, að beita beri frekar hinum sérstöku ógilding- arreglum III. kafla 1. nr. 7/1936 eða 33. gr. laganna, ef atvik væru þann- 32) Greinargerðin, bls. 21. 185
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.