Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Síða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Síða 60
Margir aðrir gerðust félagsmenn og eru 57 nöfn á ódagsettu félagatali, sem fannst með fundargerðabókinni. Langflestir félagsmanna voru lögfræð- ingar eða 53. í lögum Lögfræðinga- og hagfræðingafélags íslands var svohljóðandi á- kvæði: „Tilgangur fjelagsins er að efla íslenska lögfræði og hagfræði, auka þekkingu manna f þeim fræðigreinum og áhuga á þeim. Styrkir fjelagið I því skyni meðal annars útgáfu tímarits, er ræði um lögfræðis- og hagfræðisleg efni, og gengst fyrir umræðufundum og fyrirlestrum um slík efni.“ Aðalstarf- semi félagsins var fólgin í útgáfu tímaritsins og í fundargerðabók er aðeins getið um þrjá fyrirlestra. Hinn fyrsta flutti Lárus H. Bjarnason, hæstaréttar- dómari, á fundi, sem haldinn var 11. mars 1922 um dómaskipunina í iandinu. Mælti fyrirlesarinn mjög eindregið gegn þeim tillögum, sem komið höfðu fram á Alþingi um sameiningu hæstaréttar og lagadeildar háskólans (Um mál þetta má vísa til greinar dr. Björns Þórðarsonar um dómendafækkunina, sjá Tíma- rit lögfræðinga og hagfræðinga 1924, bls. 90-115). Annar fyrirlesturinn var fluttur hinn 20. maí 1922 af Ólafi Lárussyni, prófessor, og nefndist hann „Hlutafélög og hlutafélagalög.“ Birtist fyrirlesturinn í 1. hefti tímaritsins (sjá Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga 1922, bls. 3-25). Þriðji og síðasti fyrir- lesturinn, sem nefndur er í fundargerðabók, var fyrirlestur Þorsteins Þorsteins- sonar, hagstofustjóra, um verðbreytingar síðari ára. Var fyrirlestur þessi hald- inn á aðalfundi hinn 29. janúar 1923. Birtist hann sama ár í tímaritinu (1923, bls. 64-96). Á fundum félagsins virðist annars aðallega hafa verið rætt um tímaritið einkum fjárhag þess. Af öðrum málum má nefna, að á stjórnarfundi hinn 10. maí 1920 var lagt fram bréf frá „Zentral Gewerkschaft der Gerichtskanzlei und Grundbuchsbeamten Deutsch-Österreichs in Wien,“ þar sem beðið er um hjálp I bágindum. Segir þessi bókun sína sögu. Ekki sýndist mönnum þó vera tök á að veita hjálp, því að ákveðið var að beina bréfinu til stjórnar „fjelags lögfræðilegra embættismanna, með því að í því fjelagi mundu helst vera collegar hinna austurrísku brjefritara." Elsta íslenska lögfræðingafélagið, Lögmannafélag íslands, heldur á þessu ári hátlðlegt 75 ára afmæli sitt. Er LMFÍ þvl stofnað fyrr en Féiag lögfræðinga og hagfræðinga. Hins vegar mun það síðarnefnda vera fyrsta (fyrra) almenna lögfræðingafélagið hér á landi. Svo sem fyrr greinir, starfaði félagið aðeins á árunum 1919 til 1925. Var það ekki fyrr en 1958, sem Islenskir lögfræðingar undir forustu Ármanns Snævars sýndu það framtak að stofna aftur almennt félag, en þá án þátttöku hagfræðinga. Þeim, sem þetta ritar, er ókunnugt um ástæður þess, að Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga og síðar félagið sjálft lognaðist út af. Líklega er orsakanna fremur að leita til deyfðar og framtaksleysis en fjárskorts, því að á aðalfundi hinn 11. júní 1924 kemur fram, að fjárhagur félagsins er það góður, „að ef fjelagsmenn greiddu skilvlslega árgjöld sín, þá mundi fjelagið geta haldið tímaritinu úti I 3 ár, enda þótt það fengi engan styrk annarsstaðar frá.“ Þetta leiðir hugann að starfi Lögfræðingafélags íslands og útgáfu þess á Tímariti lögfræðinga. Mjög vel gengur að afla efnis I tímaritið, en fjárhagur þess er slæmur. Arnljótur Björnsson 206

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.