Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Síða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Síða 14
mælið í síðari hluta 2. tl. 1. mgr. óg tilvísun athugasemdanna til 1. mgr. á við 1. tl. 1. mgr.) 5.2. Efni sérreglunnar 1 athugasemdum með frv. til sigll. segir, að við ákvörðun björgunar- launa í þessum tilvikum „skuli einkum miðað við að bæta þann til- kostnað og tekjutap, sem bjargendur hafa haft vegna björgunarinnar, jafnframt því sem hliðsjón sé höfð af þeim tíma og þeirri fyrirhöfn, sem til björgunarinnar var varið.“ (Alþt. 1984 A, bls. 1044.) Samkvæmt framangreindu skal fjárhæð björgunarlauna aðallega miðast við tíma og fyrirhöfn, svo og útlagðan kostnað. Þá ber samkvæmt texta lag- anna að miða við, að hve miklu leyti björgun tókst og hvort skipið, sem bjargaði, var sérstaklega útbúið til björgunar. Hins vegar skal að jafnaði ekki líta til verðmætis hins bjargaða (og fleiri atriða, sem greind eru í 3. kafla hér á undan). Með hinni nýju sérreglu virðist þess vegna stefnt að því, að björgunarlaun verði almennt lægri í tilvikum, sem hún tekur til. Með því að fella tilvik þessi undan almennum reglum um ákvörðun björgunarlauna er dregið úr áhrifum þeirrar rýmkunar björgunar- hugtaksins, sem áður segir frá. Orðalag sérreglunnar („skal þá þessara atriða einkum gætt“) veitir samkvæmt framansögðu færi á að líta til annarra atriða en þeirra, er lagatextinn nefnir sérstaklega, t.d. verðmætis þess, sem bjargað var. (Alþt. 1984 A, bls. 1042.) Hér liggur beint við að spyrja, hvers vegna haldið sé opinni þeirri leið að taka tillit til verðmætis í tilvikum, sem sérreglan nær til. 1 athugasemdum með frv. er hvergi vikið að því, í hvaða tilvikum rök geti verið fyrir því að miða björgunarlaun að ein- hverju leyti við verðmæti. Aðeins segir, að ákvæðið útiloki eigi, að „beitt verði öðrum ákvæðum 1. mgr. [á að vera 1. tl. 1. mgr.] en talin eru í 2. mgr. [á að vera síðari liluta 2. tl. 1. mgr.], ef þannig stendur á“ (leturbreyting greinarhöfundar). Það eykur mjög á óvissu um beit- ingu laganna að hafa sérreglu um tilvik, þar sem verðmæti hins bjarg- aða á yfirleitt ekki að skipta máli, en veita j afnframt dómstólum heim- ild til að líta til verðmætis í einhverjum óskilgreindum tilvikum. 5.3. Gildissvið sérreglunnar Samkvæmt 2. tl. 1. mgr. 165. gr. sigll. tekur sérreglan til björgun- artilvika, þar sem skip, sem bjargað er, var ekki statt í yfirvofandi hættu, en gat þó ekki komist til hafnar fyrir eigin vélaiafli. 1 athuga- semdum við 165. gr. frv. til sigll. segir, að þau tilvik, sem 2. mgr. (ætti 160

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.