Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 29
Á það ber að leggja áherzlu, að í athugasemdum, sem fylgdu frum- varpi því, sem síðar varð að lögum nr. 11/1986, er sérstaklega bent á,17) að dómstólar eigi að gæta hófs í að beita reglu 36. gr. þannig, að breytt sé eða vikið til hliðar öðru ákvæði en því, sem ósanngjarnt er talið eða andstætt góðri viðskiptavenju, og einnig að varast að beita henni þannig, að samningur verði felldur úr gildi í heild sinni. 1 þessu sambandi er einnig rétt að benda á, að í greinargerðinni seg- ir, að því megi ekki aðeins slá föstu í dómsniðurstöðu, „að tiltekinn samningur eða samningsákvæði sé ósanngjarnt í því eina tilviki, sem dómurinn tekur til, eins og eðlilegast væri, heldur einnig, að samning- urinn eða samningsákvæðið sé ahnennt séð ósanngjarnt". Tilgangur- inn með slíkri almennri yfirlýsingu í dómi er sá að skapa almenn varn- aðaráhrif gegn notkun slíkra samninga eða samningsákvæða í viðskipt- um, enda þótt úrlausn í hinu tiltekna dómsmáli hafi aðeins bein áhrif á úrslit þess sakarefnis, sem þar er til meðferðar.18) 4. ORÐALAGIÐ „ÓSANNGJARNT EÐA ANDSTÆTT GÓÐRI VIÐSKIPTAVENJU“. 4.1. Orðnotkun. Til þess að samningur verði talinn fara í bága við 36. gr. 1. nr. 7/ 1936, þarf að vera ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Það þarf því hverju sinni sem til álita kemur að beita 36. gr. að svara þeirri grundvallarspurningu, hvort tiltekinn samn- ingur sé ósanngjarn eða hvort það sé andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Páll Sigurðsson bendir á í grein sinni „Orð skulu standa“,19) að þetta orðalag sé að hans mati „allt of víðtækt og ómark- visst, til þess að það gagnist mönnum í almennum viðskiptum". Þessu er andmælt í grein Þorgeirs Örlygssonar og vísast þangað.20) Ekki er um það deilt, að hugtakið „ósanngjarnt“ er óskýrt og ekki eru ákveðnar reglur til um það, hvenær samningur telst ósanngjarn og hvenær ekki. Hið sama má segja um það, hvenær samningur telst and- stæður góðri viðskiptavenju. Hugtakið „ósanngjarn" höfðar til almenns sanngirnismats, sem hver og einn kann að túlka með sínum hætti. Þá 17) Greinargerðin, bls. 17. 18) Greinargerðin, bls. 17. 19) Sjá Páll Sigurðsson í Tímariti lögfræðinga, 2. hefti 1986, bls. 121 og áfram. Svipuð gagn- rýni kemur fram á sambærilega reglu norsks réttar hjá Jo Hov í ritinu Avtalerett, bls. 123-124. 20) Sjá Þorgeir Örlygsson í Tímariti lögfræðinga, 2. liefti 1986, bls. 107. 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.