Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Síða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Síða 23
boð og ógilda löggerninga, en sá kafli þeirra laga ber yfirskriftina „Um ógilda löggerninga“. Breytingum þeim, sem lög nr. 11/1986 leiddu til, og aðdraganda þeirra er að nokkru leyti lýst í grein Þorgeirs örlygssonar, borgardóm- ara, í 2. hefti þessa árgangs Tímarits lögfræðinga, en verður að öðru leyti lýst hér á eftir. 1 grein Þorgeirs er aðallega fjallað almennt um þær breytingar, sem setning laga nr. 11/1986 hafði í för með sér, réttar- þróun bæði á hinum Norðurlöndunum og hér á landi, réttarástand á þessu sviði á Islandi og ennfremur hvort laganauðsyn hafi borið til þeirra breytinga, sem voru meginefni laga nr. 11/1986. Að auki er í grein Þorgeirs Örlygssonar svarað gagnrýni á frumvarp það, sem síð- ar varð að lögum nr. 11/1986. I grein þessari er fyrst og fremst ætlunin að skýra einstök efnis- atriði 36. gr. laga nr. 7/1936, eins og því ákvæði var breytt með lögum nr. 11/1986, ræða sanngirnishugtak ákvæðisins og fjalla um helztu til- vik, sem ætla má, að ákvæðið taki til. Jafnframt er ætlunin að fjalla nokkuð um dómaframkvæmd á grundvelli hliðstæðs ákvæðis í dönsku samningalögunum, eins og því var breytt 1. júlí 1975.2) 2) Athugasemdir þær, sem fylgdu frumvarpi því, er síðar varð að lögum nr. 11/1986, eru mjög ítarlegar og verður ekki hjá því komizt að endurtaka ýmislegt af því, sem þar seg- ir. Þegar vísað er til athugasemda þessara, eru þær hér eftir nefndar - greinargerðin Að auki skal á það bent, að höfundur þessarar greinar ritaði í 2. tbl. XXXVII. árgangs Úlfljóts, tfmarits laganema, bls. 53-70 grein undir heitinu: „Nýjungar í norrænum samningarétti", en þar er að hluta fjallað um sömu efnisatriði og til meðferðar eru í þessari grein. Viðar Már Matthíasson lauk lagaprófi vorið 1979. Kandidatsritgerð hans fjallaði um lög- jöfnun. Hann stundaði framhaldsnám í samn- ingarétti og kröfurétti við Institutt for Privat- rett við Háskólann í Oslo frá því í september 1979 fram í júní 1981. Starfaði sem fulltrúi á lögmannsstofu Arnmundar Backman hrl. árin 1981 til 1985, en rekur nú málflutningsskrif- stofu í Reykjavík í félagi við Ragnar Aðalsteins- son hrl. og Sigurð Helga Guðjónsson hrl. Hann var stundakennari við lagadeild Háskóla ís- lands á vormisseri 1984, með kauparétt sem kennslugrein. 169

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.