Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 3
rniAiuT—— LÖI.IIMIHM.A 3. HEFTI 38. ÁRGANGUR NÓVEMBER 1988 HAGSMUNAÁREKSTUR Ekki kæmi á óvart, þótt þjóðfélagsfræðingar kæmust að þeirri rannsóknar- niðurstöðu, að ýmiss konar hagsmunaárekstur væri algengari vanhæfisástæða í opinberri stjórnsýslu á íslandi en í öðrum löndum með svipaða menningar- og lýðræðishefð. Til þessa geta legið ýmsar ástæður, svo sem fámenni, upp- söfnun margra verkefna á hendur fárra einstaklinga svo og ótvíræð dýrkun landsmanna á hagnýtum lausnum á kostnað hugsjóna og meginreglna. Hagsmunaárekstur er sérstaklega bagalegur, þegar taka þarf ákvörðun um tiltekið mál eða leysa úr ágreiningsefni. Slíkt leiðir óhjákvæmilega til þess, að ákvörðunar- eða úrskurðaraðili er ekki — eða getur ekki vegna einhverra tengsla við hagsmunaaðila máls verið fullkomlega frjáls við ákvörðun sína eða úrskurð, hvort sem það reynist aðilanum í hag eða óhag. Hagsmuna- árekstur af þessu tagi er bersýnilega til þess fallinn að skerða réttaröryggi borgaranna, hversu góðir og heiðarlegir sem þeir menn eru, sem um fjalla. Hættan er m.a. í því fólgin, að erfitt getur verið að sanna, að hagsmuna- árekstur hafi orðið til þess, að hallað var réttu máli eða mismunun látin við- gangast. Jafnvel það eitt, að réttarregla eða framkvæmd hennar veki almenna tortryggni eða vantraust vegna hugsanlegra afleiðinga hagsmunaárekstra grefur undan trausti almennings á réttarkerfinu og þar með réttarörygginu. Margt bendir til þess, að skilningur fari nú vaxandi hér á landi á nauðsyn eðlilegrar málsmeðferðar að þessu leyti. Ræður þar líklega mestu hugarfars- breyting almennings og vökul eftirtekt fjölmiðla, þótt hún vilji stundum verða nokkuð skrykkjótt og öfgakennd. Líkur aukast nú á því, að dómsvald og framkvæmdarvald (þar með lögreglu- og rannsóknarvald) verði loksins aðskilið á landinu öllu, svo að við þurfum ekki lengur að búa við þá fráleitu tilhögun, að sami embættismaður (eða full- trúi hans) þurfi t.d. að rannsaka ætlað afbrot og dæma síðan um það. Er hér með skorað á stjórnvöld og Alþingi að vinda bráðan bug að nauðsynlegum lagabreytingum f þessu efni og að sjálfsögðu í góðri samvinnu við þá embætt- ismenn, sem eiga að framkvæma lögin. Kannski er nú von til þess, að nokk- urn veginn sama réttarfar komist á á íslandi öllu. 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.