Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Side 52

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Side 52
Stjórn félagsins hófst hins vegar handa um að semja drög að umsögn, sem síðan voru send félagsmönnum til skoðunar með bréfi dags. 28. mars. í bréfi þessu var boðað til almenns félagsfundar um málið sem haldinn var 16. apríl í Borgartúni 6. Á þessum fundi var gengið endanlega frá umsögn félagsins og hún samþykkt. Umsögnin var send dómsmálaráðherra með bréfi dags. 22. april. Umsögnin var síðar send Ólafi G. Einarssyni formanni alls- herjarnefndar neðri deildar Alþingis, en nefndin sendi félaginu frumvarpið til umsagnar. Stjórnin hafði einnig í hyggju að senda öllum þingmönnum umsögnina, en að höfðu samráði við skrifstofustjóra Alþingis var því frestað, þannig að þingmenn allir hafa enn ekki fengið umsögnina í hendur. Hefur nú í stórum dráttum verið gerð grein fyrir svonefndu aðskilnaðar- máli að því leyti sem það hefur beiniinis snert Dómarafélag íslands. B. HEIMSÓKN DÓMARA TIL STRASBORGAR, KARLSRUHE, STUTTGART OG ESSLINGEN. Fyrri stjórn D.í. hafði lagt drög að dómaraheimsókn til Strasborgar og Karlsruhe. Núverandi stjórn hélt þeirri vinnu áfram. Með bréfi dags. 24. febr. var félagsmönnum gerð grein fyrir starfi stjórnarinnar að þessu máli og þeir beðnir að láta stjórnina vita skriflega um þátttöku fyrir 1. maí. Fimmtán um- sóknir bárust fyrir 1. maí, og ákvað stjórnin að miða fjölda þátttakenda við þá tölu. Þá ákvað stjórnin að bjóða ráðuneytisstjóranum [ dómsmálaráðu- neytinu í ferðina og þáði hann boðið. Þrjár umsóknir bárust eftir 1. maf og var hægt að taka fyrstu þeirra til greina, þar sem einn þátttakenda varð að hætta við. Makar 10 þátttakenda voru með í ferðinni. Til ferðarinnar fékkst styrkur úr Endurmenntunarsjóði. Annar kostnaður var greiddur af utanfararsjóði félagsins. Ferðin var farin 24. sept. til 1. okt. Kostnaður félagsins við ferðina var samtals kr. 712.895.—, þar af voru greidd- ar kr. 99.195.— úr utanfararsjóði félagsins. Nánari grein er gerð fyrir dómaraheimsókninni í sérstakri skýrslu sem fylgir skýrslu stjórnar. Eftir dómaraferðina gafst formanni félagsins kostur á fyrir atbeina Stein- gríms Gauts Kristjánssonar borgardómara að heimsækja dómstóla f París og ræða við franska dómara. Ennfremur að skoða nýtt dómhús í Meaux, sem er 250 þúsund manna útborg Parfsar. C. ALMENNIR FÉLAGSFUNDIR. Almennir félagsfundir hafa verið fáir á árinu, en eins og fyrr sagði voru aðskilnaðarmálið og dómaraheimsóknin tímafrek viðfangsefni. Hinn 12. febrúar hélt félagið fund f Borgartúni 6 um framtíð dómstóla- skipunar á íslandi og embætta sýslumanna og bæjarfógeta. Framsögumenn voru Bogi Nílsson, rannsóknarlögreglustjóri, og Sigurður Gizurarson, bæjar- fógeti. Hinn 12. mars héldu Dómarafélag íslands og Lögmannafélag íslands sam- eiginlegan fund á Hótel Sögu um gæsluvarðhald. Framsögumenn voru Þór Vilhjálmsson, hæstaréttardómari, Eiríkur Tómasson, hrl., Bogi Nilsson, rann- sóknarlögreglustjóri, og Jónatan Sveinsson, hrl. 182

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.